Fylkir - 01.08.1916, Side 24

Fylkir - 01.08.1916, Side 24
24 FYLKIR. húsa með rafmagni geli orðið jafnódýr og hentug eins og upphituti þeirra með kolum eða öðru eldsneyti, eru greinar eftir ofangreinda fræðimenn, nl. ritgerð »Um notkun rafmagns* eftir R. Þorkelsson, birt í 22. —23. tbl. íslendings f. á., greinin »Raf magn úr vatnsafli«, eftir Jón Rorláksson landsverkfræðing, birt f Lögréttu 50—60 tbl. VIII. árg. og 1. tbl. IX. árg., og grein Guðm. Hlíðdals, rafmagnfræðings, »Um rafveitu á sveitabæum« í Búnaðarritinu 3. hefti 29. árg. (f. á.). Eg byrja á ritgerð hr. Rorkels Porkelssonar, sem prentuð er sein- ast þeirra, og sem er þeirra styzt og þó fult eins ákveðin og Ijós í því, er frumatriði húsornunar snertir eins og hinar, og sem hefir mikla þýðing sökum hins mikla álits, sem höf. hennar nýtur, bæði sem fræðimaður og kennari. Höf. segir, sjá 22. tbl. ísl., I. bls., 3. dálki: vRafmagn til húshitunar. Ef rafmagn á að ryðja sjer til rúms við húshitun, verður það að geta staðist samkepnina við ofnana. í góðum ofnum kemur að notum við húshitun yfir 90°/o af hitagildi eldsneytisins, en til þess að ofnarnir reynist svona vel þurfa þeir að vera í góðu lagi og rétt með þá farið. Jeg geri ráð fyrir að jafnað- lega komi aðeins 70% af hitagildi kolanna að notum, þegar þeim er brent í ofnum. Kolin eru og öll eigi jafnhitamikil, en sennilega mun vera óhætt að setja hitagildi þeirra 7500 hitaeiningar. Eftir því koma 5250 hitaeiningar út í herbergið þegar kolum er brent. Setjum nú að meðal verðið sé að meðaltali 25 krónur smálestin, þá kostar 1 kiló- gramm kola 2]/« eyri og fyrir 1 eyri fást 2100 hitaeiningar. Viljum vér nú nota rafmagn til húshitunar þá fást 830 hitaeiningarBfyrir hverja kilówatt stuud, og til að geta kept við kolahitun ætti rafmagnið samkvæmt þessu að kosta 2/b eyris pr. kw.st. Vegna þæginda, sem rafmagnshitun er samfara, geri jeg ráð fyrir að nóg (þannig) væri að selja rafurmagnið á ]/2 eyri pr. kw. st. Sumir halda því þó fram, að það ætti helzt eigi að kosta yfir ]/3 eyri, ef það eigi að standa sam- kepnina við kolin.« í 23. tbl. »ísl.« gerir sami höf lauslega áætlun, hvað rafmagns-

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.