Fylkir - 01.08.1916, Side 25
FYLKIR.
25
stöð nógu stór til að lýsa og hita Akureyrarkaupstað muni kosta, og
hvort hún gæti borið sig, svo húshitun með rafurmagni yrði ekki
dýrari enn vanaleg húshitun með kolum og sverði er, og kemst hann
að þeirri niðurstöðu, að stöðin þyrfti að hafa í það minsta 2500 kw.
afl (=3300 hestöfl) og mundi kosta alls í það minsta 800,000 krón-
ur, svo að renturnar einar og fyrningar til afborgunar (10°/o) næmu
árlega fult 80,000 krónum, og væru þó útgjöld til reksturs og við-
gerða ekki hér með talin, en tekjurnar af stöðinni fyrir straum til iðju,
Ijósa, eldunar og hitunar yrðu ekki yfir 57,400 krónur á hverju ári,
svo að tekjuhallinn yrði fult 22,600 krónur, sem eigendur hennar hlytu
að tapa árlega.
Slíka stöð, með öllum leiðslu-tækjum, væri varla hugsandi, segir
P. R., að fá bygða fyrir minna en 800,000 kr., og til vaxtagreiðsla og
fyrningar þyrfti þá 80,000 kr. »TiI þess gengju allar ttkjurnar 57,400
kr. og hrykkju þó ekki til, og samt er eftir jafn nauðsynlag útgjöld,
sem reksturskostnaður og viðgerðakostnaður. Slík stöð mundi þvf
eigi geta borið sig, og það því fremur, að hvergi hér nálægt er unt
að fá í einu lagi nógu mikið vatnsafl, heldur yrði að sækja aflið Iang-
an veg og erfiðan, svo stofnkostnaðurinn færi vafalaust langt fram úr
áðurgreindri upphæð.*
Pessi ályktun Porkels kennara Porkelssonar veitti rafhitunar málinu
talsverðan áverka, einkum af því bæjarstjóri, Páll Einarsson, var þvf
Ifka mótfallinn.
Svar mitt og andmæli gegn þessari ritgerð hr. Porkels kennara
var prentað í blaðinu íslendingi 24. og 26. tbl. fyrra árs, og auk þess
í bæklingnum, »Dugnaður Akureyrar og snilli*; þar og í »ísl.« mót-
mælti eg því, að 1 kg. vanalegra ofnkola brendra í vanalegum stofu-
ofnum gæfi til jafnaðar 5250 hitaeiningar til afnota, eða nálægt þvf
svo mikinn hita; kvað vanalega stofuofna gefa aðeins 20 — 30°/o af
hitamagni eldsneytisins sem í þeim væri brent, og beztu ofna með
afbrigðum aðeins 50°/o; svo að úr einu kg. ofnkola fengjust til jafn-
aðar aðeins 25—30% af hitamagni þeirra, þótt beztu ofntegundir væru