Fylkir - 01.08.1916, Page 26

Fylkir - 01.08.1916, Page 26
26 FYLKIR. notaðar, sjá bls. 23 og 29 bækl. D. A. o. Snilli, en það gefur aðeins 1875 til 2500 hitaeiningar á hvert kola kg., og úr verri ofnum, sem eru líka langt um algengari hér á Akureyri og í grendinni, fengist að- eins uin 1500 til 2250 hitaeiningar fyrir hvert kg. kola sem brent er, og þarf eg ekki um það að fjölyrða hér. Með öðrum orðum, eg helt því fram, að hitamagnið, sem fengist úr einu kg. vanalegra kola brendum í stofuofnum, þ: e. vanalegum ofnum, væri aðeins einn þriðj- ungur til helmings þess, er hr. kennari Þ. R. taldi á að fengist; þar af leiðandi þyrfti tvöfalt til þrefalt meira af kolum til að gefa það hitamagn, er hann tiltæki, svo að í stað þess, að maður fengi 2100 h.e. fyrir einn eyrir, fengi maður aðeins 700 — 1050 hitaein., en það er, ef meðaltal er tekið 875 h. e., oglítið eitt meira en fæst, að því er f*. P. segir, úr 1 kw.st. rafmagns. Svo að rafmagnið mætti kosta næstum 1 eyri kw.st., og gæti þó orðið jafn ódýrt og kol seld á 25 kr. smá- lestin; en rafmagnið hefur verið selt á 1—2 aura kw. st. í Gautaborg, Svíþjóð, í stórum stíl í fyrra, sbr blaðið »PoIitiken« 30. okt. f. á., cg engin gild á stæða væri til að ætla, að það gæti ekki selst jafn- ódýrt hér á íslandi, svo framt nægilegt afl væri til og aflstöðvarnar yrðu ekki ofdýrar vegna byggingarefnisins, eða fyrir vanþekkingu og handvömm. Svona stóð þetta mál í fyrra haust, og geta þeir, sem hirða að kynna sér það frekar, séð ritgerðir mínar og svar Porkels kennara í »ísl.« sama árs. Einungis vil eg því við bæta, að síðan ritl. »Dugnaður Akureyrar og Snilli« var prentaður, hef eg fengið skýrslu frá bænum Norrköping í Svíþjóð, er sýnir, að þar var ákvarðað árið 1913, að selja rafmagn til húsornunar á 1 eyri kw. st., til þeirra sem tækju yfir 1000 kw.st. á ári og borguðu fastan prís fyrir, svo næmi í það minsta 24 kr. á ári. f þeim bæ var þá rafurmagn notað til húsornunar, og bærinn sjálfur, sem telur eitthvað 60,000 íbúa, seldi rafmagnið með nýnefndu verði. Með þessu lýk eg athugasemdunum við grein Porkels. Pá er að sjá hvað Guðm. Hiíðdal, rafmagnsfræðingur, segir um húshitun með rafmagni. f ritgerð hans »Um rafveitu á sveitabæum*, bls. 168-9 og 170, 3. hefli Búnaðarritsins, f. á., lesum vér sem fylgir:

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.