Fylkir - 01.08.1916, Page 28
28
FYLKIR.
Hvernig lýst ykkur á þessa ályktun rafmagnsfræðingsins, hins
þjóðkunnasta sem fsland á? Eða hversvegna fór hann að segja fólki
frá hinum miklu gæðum og þægindum, sem rafmagnhitun hefði í
för með sér?
Eftir að hafa sagt skýrt og skýlaust, að yrði rafveitu komið á til
sveita, svo ætti ekki að nota það aðeins til ljósa, heldur til suðu og
»hélzt líka til hitunar*; og eftir að hafa gert Ijósa grein fyrir því,
hve mikill hagnaður það væri fyrir bændur að geta hitað heimili sín
með rafmagni, þá kemur hann með þennan úrskurð: að þrátt fyrir
hina miklu vöntun, sem sé á betri húshitun, verði óvíða unt að koma
nægilegri rafmagnshitun á! Er þetta ekki að kveða upp dauðadóm
yfir rafmagninu sem hitalind innan-húss, til sveita? Ekki er þó svo
að skilja af þessu, að rafmagnið geti ekki gefið af sér hita alt eins
vel og Ijós (það getur þó soðið graut og steikt egg og ket), heldur
hitt, að til að hita sveitabæi þarf 8 — 15 hestöfl, og dugar þó ekki
samt »til að hita upp mörg herbergi eða stór«.
Hve mörg? Hve stór?
Höf. segir ekkert um það sjálfur, en lætur sér nægja, eftir að hafa
sagt á bls. 170 sama heftis, hvernig nota mætti einn ofn til hitunar,
þar sem stöðin gæfi 4 — 6 hestöfl, að vísa til ritgerðar Jóns Porláks-
sonar, landsverkfræðings, prentaðri í blaðinu »Lögréttu« þessu máli til
skýringar. Orð höf. á bls. 170 um eldun og hús-hitun eru þessi:
»Væri aflstöðin ekki nema 4 — 6 hestöfl, þá mætti samt hafa einn
ofn, sem full not væri að, þegar ekki væri soðið, þó fer þetta mjög
eftir staðháttum og er sumstaðar hægt að hafa stöðina mun stærri án
mikils aukakostnaðar en minna en 3ja hesta afl ættu stöðvarnar helzt
ekki að hafa.«
Meira segir höf. ekki í nefndri grein um upphitun íveruhúsa með
rafmagni, en í lok greinarinnar segir hann:
»Að endingu vil eg benda mönnum á hina ágætu ritgerð Jóns
landverkfræðings Porlákssonar um sama efni í Lögréttu VIII. — IX. árg.
50 — 60 og 1. tbl., er þar meðal annars einkar skýr lýsing á orku vatns
og öðrum orku tegundum,*