Fylkir - 01.08.1916, Page 29

Fylkir - 01.08.1916, Page 29
FYLKlR. 29 Aðrar ályktanir höf., t. d. um hve mikið afl fáist með gefnu vatns- ríki og fallhæð, hversu mæla skuli vatnsríki Iækja, hve víðar leiðslu- pípurnar þurfi að vera, og hvað þær kosti vanalega, hve gildan vír þurfi til leiðslu, og hvað rafmagnsstöðvar í sveitabæum muni kosta, — alt það er mjög Iipurt og skipulega ritað, en það skýrir rafhitunar atriðin svo sem ekkert. Til að finna skýringar á þeim verðum vér að leita upp ritgerð Jóns Porlákssonar í Lögréttu, nl. þá grein sem höf vísar til. Grein J. Rorlákssonar byrjar þannig, sjá 50. tbl. Lögr. 1913: »Rafurmagn úr vatnsafll. Rað má víst gera ráð fyrir því, að flestir hafi núna þéssi síðustu árin heyrt og séð ýmsar sagnir um nýan sigur mannanna yfir þver- úðugum öflum náttúrunnar. Rennan dásamlega sigur að breytn gagns- lausu eða eyðandi straumafli ískaldra vatnsfalla f Ijós og hita, flytja það víðsvegar út um borgir og sveitir til hverskonar vinnu og nú sfðast láta það búa til næringarefni fyrir jurtafræðinga jarðarinnar. Ekki getum vér íslendingar eignað oss nokkurn snefil af þátttöku í sigurvinningunni. Allan heiðurinn verðum vér að eftirláta öðrum, og allur heimurinn er sammála um að þakka danska vísindamanninum, H. C. Örsted fyrsta og þess vegna þýðingarmesta sporið á þeirri fram- sóknarbraut, sem nú hefur leitt mannkynið að svo glæsilegu takmarki;* nl. uppgötvun hans árið 1820 um »Sambandið uiilli rafmagnsins og segulmagnsins*. Þessi orð minna lesarann á hugsanaflug þeirra kennara Paul La- cours og Ampéres, og manni verður að lfta í kringum sig eftir svip- um þeirra. Okkar ungu fræðimenn Hjörtur Pórðarson og Vilhjálmur Finsen, sem báðir höfðu þó borið sinn bjálkann hvor til að leggja þessa sigurbraut, sem hr. J. P. með réttu heldur svo aðdáunarverða, eru honum alveg horfnir úr minni, og þó mun minning beggja þeirra lifa hér á (slandi, í það minsta Finsens, þó hvorugur þeirra sæi þenn- an unga Jötun aflfræðinnar (elfírið) í fyrstu vöggureifnm sínum. Hver sá þau? Hver reifaði hann þeim fyrstur? Var það H. C. Örsteð? Eru

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.