Fylkir - 01.08.1916, Page 32

Fylkir - 01.08.1916, Page 32
32 FYLKIR. klukkustund; við eldunina tapast nokkuð af hitanum — fer út í loftið, f stað þess að fara inn í matarpottinn, en við herbergjahitun er ekki um slfkt tap að ræða, og þess vegna má telja að þar fáist um 470 hitaeiningar úr hverju hestafli á klukkustund, en hitaeining kölium vér, eins og áður er sagt,;þann hita, sem nægir til þess að hita 1 lítra af vatni um 1° á Celsius. 10 hestöfl gefa þá um 4700 hitaeiningar á klt. Retta er ámóta mikill hiti og fæst úr 1 kg. af meðal ofnkolum með því að brenna þeim í miðlungs góðum ofni. Nú kostar þetta eina kg. af ofnkolum ekki nema 2^/2 eyri í kaupstöðum hér, og má af þessu sjá, að lítið verður úr 10 hestöflum þegar þau eru notuð til hitunar. Rau eru þá ekki nema 2 — 3 aura virði um klukkutímann, en mundu í kauptúnum og borgum seljast á 1,00 til 1,50 um klukku- tímann til vinnu í verksmiðjum, og ennþá hærra verði til Ijósa. Rað gefur þvi að skilja, að um herbergjahitun með rafurmagni getur þvi aðeins verið að rœða, að framleiðsla rafurmagnsins sé afaródýr, eða helzt að hún kosti ekkert annað en fyrningu einhverrar ekki mjög mikillar stofnfjárupphæðar.* Hérna höfum vér þá ályktun landsverkfræðingsins, Jóns Rorláks- sonar um verðmæti rafurmagnsins til hitunar í samanburði við kol, og hér tek eg gleraugun af og ný og fægi þau til að vera viss um að eg Iesi nú rétt. Rað er 1,00 til 1,50, nl. 1 kr. til 1 kr. og 50 aura sem 10 hestöfl kosta um 1 klukkutíma í kauptúnum og borgum er- lendis til vinnu í verksmiðjum, og enn þá hærra til ljósa. 1 hestafls tími kostar þá 10—15 aura til vinnu á verkstæðum erlendis og enn þá hærra til Ijosa til jafnaðar, og samt ættu bændur hér á íslandi að nota rafmagn til hitunar, þótt það yrði selt með sama verði og höf. tilnefnir (1,00 — 1,50), þ. e. 40 til 60 sinnum dýrara en kola- hitun þegar smálestin selst á 25 krónur! Nei, það meinar Iandsverkfræðingurinn ekki; heldur hitt, að sé rafurmagn einusinni til og hafi ekkert annað þarfara að gera, þá megi nota það til að verma herbergi til sveita. Hann segir strax á eftir: »F*etta á sér nú einmitt stað, ef ódýr rafmagnsstöð er bygð fyrir

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.