Fylkir - 01.08.1916, Síða 33
FYLKIR.
33
einn eða fáa sveitabæi til ljósa og matreiðslu, ef kringumstæður leifa
að gera hana svo stóra, að ekki þurfi að nota alt aflið til matreiðslu
eða undirbúnings matreiðslu að staðaldri, þegar ekki er verið að elda,
þá er aflið til matreiðslunnar ónotað, og ef ekki er hægt að ætla því
annað hentugra verk, þá er sjálfsagt að nota það til herbergjahitunar,
það kostar þá ekki annað en að hafa þar til gerða ofna og svo dá-
lítið meira slit á vélunum, sem framleiða rafurmagnið.«
Hér höfum vér kjarnan úr ritgerð J. P. landverkfræðings að því
er upphitun herbergja snertir, og hann er sá, að rafmagnið geti kom-
ið að notum til að auka hana, þegar það er til hvort sem er og hefir
ekkert þarfara að gera, en annars yrði það mikið dýrara en hitun með
kolum er, séu þau seld með vanalegu verði.
Allir geta séð, hvernig höf. kemst að þessari niðurstöðu. Hann
gengur nefnilega út frá því sem vísindalega sönnuðu, að úr einu kg.
af meðal »ofnkolum« fáist 4700 hitaeiningar til afnota, það er, »komi út
í herbergið*— svo eg noti orð Þ. R. kennara — og fari ekki út með
reyknum. En er það svo? Hve mikinn hita hafa ofnkol til jafn-
aðar? Ekki neinar 7000 h. é. hvað þá meir. Meðal góð ofnkol hafa
aðeins 5000 — 6000 hitaein. alls. Og sá hiti finst aðeins í efnafræðis
reynslu-ofnum, en fæst aldrei til afnota i vanalegum ofnum. Beztu
stofuofnar gefa aðeins um 50°/o af hitamagni kolanna, sjá ofanritað,
og miðlungs ofnar 20—30% en betri ofnar 25 — 33°/o. Eg hef því
talið upp á 25 — 33 til jafnaðar, en 25°/o af 5000 hitaein. er 1250 h e.
og 25°/o af 6000 h. e. er 1500 hitaein., en 30% af þessum hitagild-
um eru 1500 — 2000 h. e., og meðaltalið af því er 1750 hitaeiningar.
Telji maður á að betri ofnar gefi 33%, svo fæst úr miðlungs kolum
1666—2000 h. e.; að meðaltali um 1833 hitaeiu.; en það er2'/2falt
minna en J. F*. telur á. Pví til sönnunar, að 1 kg. ofnkola geymi
til jafnaðar aðeins 5000 hitaeiningar alls, vísa eg lesaranum til 7. bindis,
bls. 574 Brockhaus Konv. Lexikon og á sömu bls. er að finna stað-
hæfing þýzkra vísindamanna fyrir því, að vanalegir ofnar gefi til jafn-
aðar aðeins 20 — 30% af hitamagni kolanna, sem í þeim er brent, til