Fylkir - 01.01.1927, Page 44

Fylkir - 01.01.1927, Page 44
46 um efnum; né heldur vita menn hvað úr henni má vinna. — Hinsveg- ar telja jarðfræðingar Kröflu-hraun einnig vera liparít, þó dökkgrátt, jafnvel svartleitt sé. Efnagreining, gerð fyrir rúmlega 20 árum og birt á 108 bls. í Bruhns Petrographie, útg. 1906, gefur eftirfylgjandi hundraðstölur af samsetningu hrafntinnu úr Kröflu: Silica 75,28; Alumína 10,22; Járnoxyd 4,24; Kalk 1,81; Magnesía 0,25; Kalí 2,44; Natron 5,53; Vatn 0,23. Silica er hér yfir 70%, en alkalí-efnin um 7%. Þegar hraun hafa yf- ir 70% af kísilsýru, kallast þau kísilsúr, eða »acidic« (sbr. Kemp).* En hraun, sem hafa minna en 55% af silica, þ. e. »kísilsýru<, kallast basisk, því þau hafa þá tiltölulega meira af svonefndum alkalíefnum, sem efnafræðingar nefna basísk efni, svo sem, kalí, natron og kalk (allt beisk eða bitur efni), til aðgreiningar frá sýrum. Tinnuhraun hafa ætíð mikið af glerungum og tinnu. 3. og 4. Blágrýti og grágrýti (Basalt og Dolerít). Báðar þessar steintegundir eru alþektar. Þarf því ekki að lýsa þeim hér nákvsem- lega. Blágrýti er undirstöðu-bergtegund íslands og rísa lög þess úr sjó, einkum norðanlands, með halla nokkrum, sem sumstaðar nemur, t. d. hér við Eyafjörð alt að 6°, kemur það af svignun jarðlaganna um miðbik landsins og þar, sem jarðeldar hafa hlaðið hraundyngjum á hraun ofan, eru því neðstu lög við Látur, sem eru um 50 km. frá Akureyri, alt að 2 km. ofar nú, en þau hafa verið áður en jarðlaga- svignunin varð, sökum nýnefndra orsaka. Hraun, sem ofan á þessum blágrýtislögum liggja, eins og áðurnefnt Baulusteins eða líparít hraun, eru auðvitað yngri að myndun. Blágríti er, eins og nafnið bendir til, dökk-blátt eða blásvart að lit, mjög fínkomótt og þétt. Sést engin krystalla-myndun í því, með berum augum, en undir smásjá má oftast greina ýmiskonar krystal-agnir og í sólskini sýnir það oft litbrigði, koma þau frá sérstakri steintegund, sem kend er við Labrador — Helluland fommanna, — og sem heitir Labradorít. Blágrýti er lítið eitt harðara en gler, en linara en tinna. E. þ.2,9—3. Efnasamsetning kfsilsúr alumína, sameinuð við jámoxyd og alkalí-efnin, kalk, kalí og natron, einnig magnesfa ofl. Allar blá- grýtistegundir, ásamt grágrýti, nefna jarðfræðingar einu nafni Basalt. Til basalts teljast margar þeirra bergtegunda, sem ekki hafa yfir 55% af Silica (sbr. Kemp, Handbook of Igneons Rocks). Bergtegundir sem hafa 55—70% af silica og sem innihalda skákleyft feldspat nefnir sami höf. Andesít, eftir Andesfjöllunum í Suður-Ameríku. En sé silica 65—80%, nefnist hraunið kfsilsúrt hraun. Af þvf tiltölulega Iftið * 23. bls. Handbook of Igneous Rocks, publ. by Van Nostrand, New Tork, U. S. A., 1928.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.