Fylkir - 01.01.1927, Side 45
47
er af kísilsýru 1 blágrýti í samanburði við það, sem Baulusteinn eða
liparít geymir, þá er basalt eða blágrýti þeim mun ríkara af alumína,
jámoxyd, alkaliefnum og magnesía. Eftirfylgjandi efnagreining af
basalti frá Steinheim á Þýzkalandi sýnir það ljóst.
Silica 50,21; Alumína 14,22; Jámoxyd 13,11; Kalk 7,84; Magnesía
8,67; Kalí 0,66; Natron 3,92; Glæðitap 2,01; (sbr. 141. bls. Bruhns
Petrographie).
Hverjum, sem athugar blágrýti íslands, blandast varla hugur um,
að það geymi talsvert af járni og öðrum nytsömum málmum. Þess-
vegna tók eg, þegar á fyrsta sumri rannsókna minna, einn blágrýtis-
mola, sýnish. nr. 14., hér á Akureyri og sendi suður til efnagreiningar.
Næsta sumar, 1919, tók eg enn tvö sýnishorn, nr. 43, frá Ljósavatni og
nr. 54. frá Djúpadai við Eyafjörð. Haustið 1924 fékk eg sýnishom af
blágrýti frá Bæ í Sléttuhlíð, nl. nr. 122, og annað nr. 128 frá Alcureyri
og sendi suður til efnagreiningar. En hef ekki enn séð neina efnagrein-
ing á þeim, enda varla til þess ætlandi, að Efnarannsóknar-stofan geri
það fyrir mín orð ein og endurgjaldslaust, án þess að stjómarráðið,
eða Alþingi, hafi svo fyrirskipað. Síðastliðið haust, á ferð Iminni til
Reykjastrandar, tók eg m.a. eitt sýnishorn af basalti, en hef ekki enn
sent það né hin suður til efnagreiningar, af skiljanlegum ástæðum, því
ekkert hinna fimm ofantöldu basalt-sýnishoraa hefur, það eg veit, enn
verið efnagreint; og sjálfur hef eg ekki haft efni á að borga sérstak-
lega fyrir efnagreiningar. — Það borgar sig víst betur að láta útlend
istór-gróða félög rannsaka landið og vinna úr efnum þess, en að gera
það sjálfur.
Grágrýti (Dolerít) er, eins og' nafnið bendir til, grátt á lit, mun lin-
ara en blágrýti, alt höggvanlegt og ágætt byggingaefni, en miklu
sjaldgæfara en blágrýti hér á lslandi. Finst þó talsvert á Skaga við
Skagafjörð, einnig milli Þingeyarsýslu að norðan og Ámessýslu að
sunnan og á Snæfellsnesi (G. G. B.), einnig í Reykjadalnum í S.-
Þingeyarsýslu, en óvíða mikið í stað. 1 Vallnafjalli við Bárðardal er
og talsvert af grágrýti. Úr því fjalli er sýnish., nr. 15, tekið, sumarið
1918; beint upp af bænum Stóruvellir í vestanverðum Bárðardal. Sá
hær er bygður úr grágrýti.
Gabbro, ljósgrá steintegund, mun stórkomóttari en grágrýti og heldur
linari. Er mjög sjaldgjæf á norðurlandi, en finst á austurlandi.
5. Tinnusteinn. (L. Silex. Þ. Qvarz. E. Qvarts), einnig nefndur hér
»Kvarts«, er Silica (þ. e. Silicium-tvíoxyd), oftast hvítur á lit, annars
gljáandi og tær, stundum glansandi, ókleyfur, með ójöfnu brotsári,
harðari en gler, h. 7, e. þ. 2,65, helzta krystalmynd sexstrendingur með
sex-hliða toppum, annars rhombiskir sexhymingar, í ýmsum myndum.
Samsetning, SiQk. Bráðnar ekki fyrir lóðplpu, nema blandaður sé