Fylkir - 01.01.1927, Side 85

Fylkir - 01.01.1927, Side 85
87 þessa rits taldi það mjög varhugavert, að lokrsesin væru lögð eins og þau voru, n.l. opna inn í Poliinn, og einnig þess, að mælingar hr. Árna Páls- sonar fyrir stíflustæði í Tröllhylgljúfrinu eru suður í miðju gljúfri, meir en 100 metrum sunnar en útgefandi þessa rits telur hentast fyrir stíflustæði, vegna þess að annars fæst ekki nógu stór vatnsgeymir, en það er eini staðurinn, sem viðlits er verður, nema enn ofar sé stiflað. Svo margþætt eru áhuga og framfaramál Akureyrar og Norðurlands nú, að rúm þessa rits leyfir ekki að rökræða þau í þetta sinn, enda eru nóg fréttablöð útgefin hér á Akureyri til þess, og lesendum þeirra fullkunnugt um skoðanir útgefanda Fylkis á meginatriðum áhugamála Akureyrar og Norðurlands. Hefur hann þar litlu við að bæta að svo stöddu. Einungis skal þess getið, að í VIII. og IX, árg. Fylkis eru nokkrar villur, sem eig- endur ritsins eru beðnir að leiðrétta. Þær verstu eru þessar: f VIII. árg- 3. málsgrein, 2. og 4. línu, fyrir aldartöluna 18, ber að lesa 19 og á 7. bls., sama, 2. málsgr., fyrir 1622, les 1922. 1 IX, árg. Fylkis, 71. bls., 6. og 7. 1. að neðan, fyrir turb. hö. les kilow.; og á 82. bls., 4. málsgr. 8. I., fyrir 4000 smálestir, les 1000 sniálestir, (sama villa stendur i bl. Ingólfur, útg. . 22. Júli, 1913). Einnig 74. bls. IX. árg., 4, málsgr., 2. I. fyrir rúml. millión, Ies niml. tiu milliónir og í ávarpinu Athuga: (sama rits), 1. málsgr. 6. I. að neðan, fyrir stíflaður, les stöðvaður. Enn fremur í ritinu Mesta fram- faramálið, ofarlega á 9. bls., 4. og 6. 1., fyrir ártalið 1921, les 1920. Erindi Fylkis til Norðurlands og norðlendinga verður ekki fjölort í þetta sinn. Hvorki efni né kringumstæður leyfa að birta langt mál ti| norðlendinga né um Norðurland; enda er þess minni þörf nú en áður, vegna þess að margir norðlendingar hafa keypt og lesið fyrri árganga Fylkis og þekkji flestar skoðanir útgefaridans í opinberum málum, snert- andi atvinnuvegi, verzlun, fræðslu, heilbrigðimál og stjórnmál; vita að hann telur landbúnaðinn tryggasta og lífvænlegasta atvinnuveginn hér norðanlands, sé hann reknin með dugnaði og forsjá, og eigi því að skipa öndvegi í þjóðbúnaðinum en ekki setjast á lægri bekk eða fá minna framlag af opinberu fé en neinir aðrir tveir atvinnuvegir til samans, — verzlun óþarfra og munaðarvara skuli takmörkuð, ef eigi afnumin, með lögum, en í framkvæmd fyrst um sinn með nógu háum tollum. Fræðslan sé gerð verkleg jafnt sem bókleg í öllum skólum landsins, og vinnustofur skuli bygðar í sambandi við alla æðri skóla. Kostnaður rikisreksturs sé lækkaður niður í 6 milliónir eða jafnvel 4 milliónir kr. á ári, a. m.k. þar til þjóðskuldin er aíborguð, í stað þess að vera 12.000.000 (tólf milliónir) króna, eins og hann hefur verið til jafnaðar um siðustu 12 ár. Lægri upp- hæðin, 4 milliónir kr., er fult 40 kr. á hvern landsbúa og þvi 13 falt hærri gjöld á mann en opinber gjöld voru fyrir 50 árum síðan (1876) og

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.