Fylkir - 01.01.1927, Side 14

Fylkir - 01.01.1927, Side 14
16 129 og 130 tekin hér í grendiimi, en nr. 122 til 127 eru frá jörðinni Bær i Sléttuhlíð, nálægt Höfðavatni. — Segja kunnugir mér, að grjót- ið í Sléttuhlíð sé mjög svipað grjótinu í Málmey; en þangað gat eg ekki farið af ofangreindum ástæðum. Má vera að þar finnist bergteg- undir mjög ríkar af jámi; en eg hef ekki séð neinar, sem bera veru- legan málmblæ, eða hafa þá efnisþyngd, að vinnandi sé úr þeim. — Járnríkasta grjótið, sem eg hef séð, er frá Vestfjörðum, og meðfram stórfljótum Norður-lands. En ekki hygg eg að járnvinsla borgi sig hér á fslandi, né heldur aluminium-vinsla, nálægt því eins vel og jarð- ræktin. En til þess að jarðræktin borgi sig betur en hingað til, verða landsmenn að fara betur með áburð þann, sem til er, og læra að búa til áburð úr innlendum efnum: beinum, skeljum, torfi, o. s. frv. En til þess þarf verksmiðjur og lærða starfsmenn og auðvitað rann- sókna-stofur, til að leiðbeina alþýðu og uppvaxandi kynslóð. Síðastliðið sumar (1924) varð eg að láta mér nægja að safna nokkr- um steinategundum hér í grendinni og senda þær, ásamt fáeinum öðr- um sýnishornum til efnarannsókna-stofunnar, til nánari rannsóknar.( Sýnishorn þau, er eg sendi Efnarannsókna-stofu Islands, 29. nóv. síð- astl., voru þessi: 1. 200 grm. mjallhvítur leir, gos-öskublandinn, tekinn hér í 2. grendinni; s.h. merkt Dökkur, nærri svartur steinn, Basalttegund, h.6, rák hvít Nr. 121 122 3. Rauður steinn (Tuff), h.5, rák bleikrauð; 6.h. merkt . . . — 123 4. Dökkgrár hraun-steinn (rhyolit), h.6, rák hvít s.h. merkt — 124 5. Ljósgrár — h.6 - — — 125 6. Móleitur — h.5 - — — — 126 7. Öskugrár — h.6 — — — — 127 8. Blágrýtis-moli 100 grm., e.þ. 2,9, h.6 — — — — 128 9. Músgrár hraun-steinn h.6 — — — — 129 10. Grænleitur hraun-steinn h.6 — — - — 130 Af þessum sýnishornum óska eg helzt að fá efnagreind þau sem hér segir: Hvíta leirinn nr. 121; svarta steininn nr. 122; móleita steininn nr. 126; blágrýtismolann nr. 128; og græna hraunsteininn nr. 130 Þ. e. 5 efnagreiningar alls, auk þeirra 2ja, sem eg fékk með bréfi hr. Tr. Ólafssyni, ds. 30. jan. sl Akureyri, 23. marz 1925. F. B. Arngrimsson• Sjá töblur á 20,—22. bls. hér á eftir.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.