Fylkir - 01.01.1927, Page 47

Fylkir - 01.01.1927, Page 47
49 felspar er oftast vinkil-kleyft. Natron- og kalk-felspar er hvortveggja skákleyft, en aðgreinast eftir sérkenum sem hér þarf ekki að tilgreina. • * • Alumtna (Ali O3) krystaliserast í sex-hyrnda rhombohedra, og nefnist þá korúndum. Oengur það demanti nsest að hörku (h. 9. E. þ. 4). Er oftast gráleitt ©ða fölt, stundum blandað öðrum efnum, sem gefa því alskonar liti. Vanalegt og mengað korúndum nefnist smergel. Er það notað m. a. til fágunar í verksmiðjum. Fagurlitað næstum hreint korúndum, gljáandi og glansandi, er dýrmætir gimstein- ar. Ef rauðir, nefnast þeir rúbin; bláir, saphir; gulir, topaz, og grænir emerald. Þeir eru allir lítið eitt linari en korúndum, en mun harðari en tinna, eða kvarts. — Tópas telst hafa h. 8; hinir allir álíka harðir, og eru mjög mikils metnir til skrauts. Kosta mörg hundr- uð krónur hvert karat (= 0,2 grm.). Á þessari öld hefir efnafræð- ingum tekist að búa til samskonar gimsteina, næstum óþékkjanlega frá hinum, með því að blanda hreint alumína með ýmsum málmefnum t. d. alumína + chromoxyd gefur rúbín; en alumína + FeO (HO) —j— Ti O2 gefur saphír. Þeir gimsteinar hafa selst á 2—10 mörk hvert karat. (22. bls. Bruhns Mineralogie). Sameinað við natron og flúorsýru myndar alumína hvíta ísi-líka steintegund. (H. 2,5—3. E. þ. 3), er nefnist krýolít. Úr þeirri steinteg- und er flúorsýra og málmurinn aluminíum unnið. Hefir ekki fundist enn á íslandi; finst á Grænlandi. VI. fl. Móberg (Palagonít). Til þessa flokks teljast umtumaðar gosbergs-myndanir, sem jöklar hafa sfðan saman-elt og lamið í eina heild, sem inniheldur þursaberg, veðrað basalt, gosösku, vikur og molaberg. Móbergið þekur víðáttumikil svæði hér á Islandi, þvert yfir landið frá N.-A. til S.-V., milli blágrýtishéraðanna austanlands og vestan- lands. Móbergslög hittast og víða annarstaðar á landinu, einkum, sem millilög milli basaltslaga. (Sbr. »Ágrip af jarðfræði« G. G. B.). Enn- fremur segir sami höf. J>Móbergið á að mestu rót sína að rekja til eld- gosa (Tuff og Breccia), því að meiri hluti þess er myndaður af eld- fjallaösku, vikri, gjalli og hraunmolum, er eldfjöll hafa spúð yfir land- ið. Auk þess hafa vatn og jöklar, haft mikil áhrif á myndun þess, ekið því til, elt það og límt saman og breytt því í þétt berg. Það er oftast raóleitt eða rauðleitt á lit, en stundum ljósleitt. Stundum er móbergið

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.