Fylkir - 01.01.1927, Qupperneq 47

Fylkir - 01.01.1927, Qupperneq 47
49 felspar er oftast vinkil-kleyft. Natron- og kalk-felspar er hvortveggja skákleyft, en aðgreinast eftir sérkenum sem hér þarf ekki að tilgreina. • * • Alumtna (Ali O3) krystaliserast í sex-hyrnda rhombohedra, og nefnist þá korúndum. Oengur það demanti nsest að hörku (h. 9. E. þ. 4). Er oftast gráleitt ©ða fölt, stundum blandað öðrum efnum, sem gefa því alskonar liti. Vanalegt og mengað korúndum nefnist smergel. Er það notað m. a. til fágunar í verksmiðjum. Fagurlitað næstum hreint korúndum, gljáandi og glansandi, er dýrmætir gimstein- ar. Ef rauðir, nefnast þeir rúbin; bláir, saphir; gulir, topaz, og grænir emerald. Þeir eru allir lítið eitt linari en korúndum, en mun harðari en tinna, eða kvarts. — Tópas telst hafa h. 8; hinir allir álíka harðir, og eru mjög mikils metnir til skrauts. Kosta mörg hundr- uð krónur hvert karat (= 0,2 grm.). Á þessari öld hefir efnafræð- ingum tekist að búa til samskonar gimsteina, næstum óþékkjanlega frá hinum, með því að blanda hreint alumína með ýmsum málmefnum t. d. alumína + chromoxyd gefur rúbín; en alumína + FeO (HO) —j— Ti O2 gefur saphír. Þeir gimsteinar hafa selst á 2—10 mörk hvert karat. (22. bls. Bruhns Mineralogie). Sameinað við natron og flúorsýru myndar alumína hvíta ísi-líka steintegund. (H. 2,5—3. E. þ. 3), er nefnist krýolít. Úr þeirri steinteg- und er flúorsýra og málmurinn aluminíum unnið. Hefir ekki fundist enn á íslandi; finst á Grænlandi. VI. fl. Móberg (Palagonít). Til þessa flokks teljast umtumaðar gosbergs-myndanir, sem jöklar hafa sfðan saman-elt og lamið í eina heild, sem inniheldur þursaberg, veðrað basalt, gosösku, vikur og molaberg. Móbergið þekur víðáttumikil svæði hér á Islandi, þvert yfir landið frá N.-A. til S.-V., milli blágrýtishéraðanna austanlands og vestan- lands. Móbergslög hittast og víða annarstaðar á landinu, einkum, sem millilög milli basaltslaga. (Sbr. »Ágrip af jarðfræði« G. G. B.). Enn- fremur segir sami höf. J>Móbergið á að mestu rót sína að rekja til eld- gosa (Tuff og Breccia), því að meiri hluti þess er myndaður af eld- fjallaösku, vikri, gjalli og hraunmolum, er eldfjöll hafa spúð yfir land- ið. Auk þess hafa vatn og jöklar, haft mikil áhrif á myndun þess, ekið því til, elt það og límt saman og breytt því í þétt berg. Það er oftast raóleitt eða rauðleitt á lit, en stundum ljósleitt. Stundum er móbergið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.