Fylkir - 01.01.1927, Page 31

Fylkir - 01.01.1927, Page 31
33 skiftið til að koma upp vísi til steinarannsókna-stofu hér nyrðra, held- ur eru þau rituð til þess að almenningur, sem nú lifir, og þeir sem síðar koma til að starfa, sjái hve hyggilega og viturlega alþing hefur breytt í þessu efni, og hvílík uppörfan það er, fyrir innfædda íslend- inga, að leggja margra ára erfiði í að læra jafn örðuga vísindagrein eins og steinafræðin er og reyna að vinna hér á landi, að vísindalegum rannsóknum í þarfir almennings, því gróðafélagi engu hef eg nokk- urn-tíma boðið vinnu mína og krafta, enda á engu þeirra, neina skuld að gjalda. Hitt fanst mér skylt að gera, að sýna lit á trausti mínu og tjrú á framtíð íslands, og reyna að vísa færan veg til að bæta húsa- kynni almennings, án þess að eyða %—1 millíón króna á ári til cement kaupa, 4—5 millíónum króna á ári til trjáviðarkaupa og 5—6 millíónum króna á ári til eldsneytis kaupa, og verða samt að búa við ryk og reyk í kulda naustum eða kæfandi grenum, sem drepa bæði börn og gamalmenni, þrátt fyrir alla lækna og öll meðöl. Enn fremur vildi eg benda á veg til að gera landbúnaðinn svo trygg- an og lífvænlegan, að fjöldinn þyrfti ekki að flýa sveitimar og fylla kauptúnin af iðjuleysingjum og öreigum, eða fólki á vonarvöl. Og í þriðja lagi var það áform mitt, að sýna og sanna, enn þá einu sinni, að vatnsorka íslands, er og verður landsmönnum auðunna/rí, arðveen- legri og heillaríkari orkulind en nokkur önnur, sem enn er fundin, — þó Hekla, Katla, Krafla og fleiri gjósandi eldfjöll, verði máske síðar tekin í þjónustu landsmanna, og þó Þingvalla, Þeystareykja og Reykjahverfis hverirnir, og Reykjavíkur laugamar og allar aðrar laugar á landinu, séu leiddar og reiddar til heimila þeirra, sem hafa geð og getu til að nota jarðgufu, blandaða kolgufu, brennisteinssýru, saltsým, saltpeturssýru og öðrum sýrum, eða gufum af alkalíefnum, jafnvel rotnandi »organiskum« efnum, ammonía og cyanogen með- talið, sem hæglega getur myndast og er ekki seint að stytta þeim aldur, sem fá ögn af því í nefið. Það efni myndast oft þar, sem orga- nisk efni rotna. En þeir, sem því fylgja, vita víst, hvað þeir fara, enda ekki staður til að ræða það hér. Hitt skal eg gera, ef tíð og efni leyfa, að leiða athygli lesarans að helztu atriðum ofangreindrar skýrslu.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.