Fylkir - 01.01.1927, Síða 24
26
innan grjótvéggja«, eins og föðurlandssvikara Spartverja*. Nefndar
sakargiftir og ósvífnisummæli höfðu birtst í bl. »ísl.« og »Dagur«
sumarið 1921 og í fyrnefnda blaðinu einnig um haustið s. á. og aldrei
verið afturkölluð né opinberlega játuð ámerk og ómakleg, af höfundi
þeirra, þó reynslan hefði margsinnis sýnt, að eg hafði rétt fyrir mér
í öllum þeim atriðum, sem um var deilt. Féleysis vegna hafði eg ekki
getað lögsótt höfund ákæranna, með neinni von um sigur. Andstæð-
ingur minn, ólíkt ríkari og hafði ólíkt fleiri efnamenn að baki sér en
eg; og lögsóknir kosta hér á íslandi æma peninga. Því Islendingar,
með öllum sínum lagasetningum, og allri sinni lögkænsku, eru ekki
enn komnir svo langt í réttarfari og stjórnvísi, að þeir hafi nokkurn
málafærslumann eða lögmann, sem flytji mál fátækli.nga og lítil-
magna, eða verji réttindi þeirra, á kostnað ríkisins, fyrír ágengni og
ofríki ribbalda og óhlutvandra manna. Þessvegna gaf eg nefndan
bækling út og lagði mál mitt undir almenningsdóm. En hvorki Akur-
eyrar né Reykjavíkur blöðin hafa enn látið nýnefnds bæklings getið,
þó hann fjalli um mesta veiferðarmál Akureyrar og nálægra sveita.
— Þannig lauk starfi mínu árið 1925.
* *
*
Steina og jarðtegunda söfnun og rannsóknaskil
gerð árið 1926.
Hinn 9. Febr. 1926 greiddi eg arkitekt Richard Alberts í Cuxhaven,
eftirstöðvamar af umsaminni þóknun fyrir ofan-greinda lýsing og
teikningar af ofni til að vinna kalk úr skeljum, nl. 100 kr. danskar,
þ. e. alls 150 kr. danskar, eða um 175 kr. ísl. — Ennfremur greiddi eg
um sama leyti firmanu, F. L. Smidth & Co., í Kaupm.höfn, 100 (eitt
hundrað) kr. danskar, þ. e. 115—120 kr. ísl., fyrir upplýsingar, sem
það firma hafði sent mér, árið 1922, um kostnað ofns til að vinna kalk
úr kúskeljum, og sömuleiðis, fyrir upplýsingar snertandi sementvinslu
hér á íslandi (sbr. VIII. árg, Fylkis).
Að eg' gat greitt þessar upphæðir, má eg þakka drenglyndi og hjálp
ýmsra Akureyrarbúa, þó ekki Akureyrar ríkustu borgara.
Hinn 8. Apríl, sama ár, sendi eg hr. Magnúsi Guðmundssyni, at-
vinnumálaráðherra Islands, vottfesta þýðing á áðurnefndri lýsingu og
kostnaðaráætlun, ásamt copíu af teikningu hr. Alberts af nýnefndum
* Sjá greinina, »Höggur sá er hlífa skyldi« í 25. tbl. Dags, og grein-
ina, »Andmæli« í 33. tbl. ísl., einnig greinina, »Veilan bjó undir hans
eigin hjálmi«, sjá 57. tbl. Isl. s. á.