Fylkir - 01.01.1927, Blaðsíða 24

Fylkir - 01.01.1927, Blaðsíða 24
26 innan grjótvéggja«, eins og föðurlandssvikara Spartverja*. Nefndar sakargiftir og ósvífnisummæli höfðu birtst í bl. »ísl.« og »Dagur« sumarið 1921 og í fyrnefnda blaðinu einnig um haustið s. á. og aldrei verið afturkölluð né opinberlega játuð ámerk og ómakleg, af höfundi þeirra, þó reynslan hefði margsinnis sýnt, að eg hafði rétt fyrir mér í öllum þeim atriðum, sem um var deilt. Féleysis vegna hafði eg ekki getað lögsótt höfund ákæranna, með neinni von um sigur. Andstæð- ingur minn, ólíkt ríkari og hafði ólíkt fleiri efnamenn að baki sér en eg; og lögsóknir kosta hér á íslandi æma peninga. Því Islendingar, með öllum sínum lagasetningum, og allri sinni lögkænsku, eru ekki enn komnir svo langt í réttarfari og stjórnvísi, að þeir hafi nokkurn málafærslumann eða lögmann, sem flytji mál fátækli.nga og lítil- magna, eða verji réttindi þeirra, á kostnað ríkisins, fyrír ágengni og ofríki ribbalda og óhlutvandra manna. Þessvegna gaf eg nefndan bækling út og lagði mál mitt undir almenningsdóm. En hvorki Akur- eyrar né Reykjavíkur blöðin hafa enn látið nýnefnds bæklings getið, þó hann fjalli um mesta veiferðarmál Akureyrar og nálægra sveita. — Þannig lauk starfi mínu árið 1925. * * * Steina og jarðtegunda söfnun og rannsóknaskil gerð árið 1926. Hinn 9. Febr. 1926 greiddi eg arkitekt Richard Alberts í Cuxhaven, eftirstöðvamar af umsaminni þóknun fyrir ofan-greinda lýsing og teikningar af ofni til að vinna kalk úr skeljum, nl. 100 kr. danskar, þ. e. alls 150 kr. danskar, eða um 175 kr. ísl. — Ennfremur greiddi eg um sama leyti firmanu, F. L. Smidth & Co., í Kaupm.höfn, 100 (eitt hundrað) kr. danskar, þ. e. 115—120 kr. ísl., fyrir upplýsingar, sem það firma hafði sent mér, árið 1922, um kostnað ofns til að vinna kalk úr kúskeljum, og sömuleiðis, fyrir upplýsingar snertandi sementvinslu hér á íslandi (sbr. VIII. árg, Fylkis). Að eg' gat greitt þessar upphæðir, má eg þakka drenglyndi og hjálp ýmsra Akureyrarbúa, þó ekki Akureyrar ríkustu borgara. Hinn 8. Apríl, sama ár, sendi eg hr. Magnúsi Guðmundssyni, at- vinnumálaráðherra Islands, vottfesta þýðing á áðurnefndri lýsingu og kostnaðaráætlun, ásamt copíu af teikningu hr. Alberts af nýnefndum * Sjá greinina, »Höggur sá er hlífa skyldi« í 25. tbl. Dags, og grein- ina, »Andmæli« í 33. tbl. ísl., einnig greinina, »Veilan bjó undir hans eigin hjálmi«, sjá 57. tbl. Isl. s. á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.