Fylkir - 01.01.1927, Side 48

Fylkir - 01.01.1927, Side 48
50 smágert og eitlaJaust (tuff, móhella), en oft með eitlum og hornóttum steinum atf basalti eða öðru gosgrjóti (breccia) og stundum eru í því jökul-núnir eða vatns-núnir steinar (conglomerat). f mörgu móbergi eru korn af móleitum basalt-glerungi, er nefnist palagonít (palagonít- tuff, palagonít-breccía), (57. bls. sama). Af þeim 19 sýnish., sem í ofiangreindri skýrslu teljast til þess flokks hefur aðeins eitt verið efnagreint, nl. nr. 118, sem er tekið á sama stað sem nr. 75 (sjá V. árg. Fylkis), nl. í höfða nokkrum skamt fyrir utan neðstu kaxárfossana, í S.-Þingeyjarsýslu Efnagreiningin sýnir (sjá 14. bls.), að sú teg. hefur tæpl. 40% sil- ica, en er aftur á móti rík af járn-oxyd og alumína. Heyrir því ekki til liparít hrauntegundum, heldur basalt-tegund einhverri. Sú efna- greining sýnir ekki hvaða alkali-efni steinninn geymir, önnur en kalk. Er því ekki nógu nákvæm. VII. fl. Málmar og málmblendingar (Metals and Ores). Öll frumefni, sem nú teljast 88, má aðgreina í 3 flokka eftir aðal einkennum þeirra, nl. málma, ómálma og hálfmálma. Málmar nefn- ast þau, sem hafa einkenni alþektra málrna, svo sem gulls, silfurs, kopars og jáms; hafa málmgljáa, eru fastir líkamir í vanalegum hita (0°—25° C.), hamranleg, sveigjanleg og leiða hita og rafmagn vel. Ómálmar hafa þessi einkenni ekki, eða fá, eru ekki hamranlegir, hafa ekki málmgljáa, leiða ekki hita né rafmagn vel. Til þeirra teljast lopt-tegundir svo sem oxygen og nítrogen^ gasteg- /undir, svo sem chlor og brom, ennfremur kolefni (Carbon), brenni- steinn (sulphur) og phosphorus, þó fastir líkamir séu í vanalegum hita. — Hálfmálmar teljast þau frumefni, sem hafa nokkur ein- kenni málma en vantar önnur; svo sem arsenium, antimoni, bismuth og telluríum; þrír hinir fyrst töldu eru stökkir og ekki hamranlegir, en hafa málmgljáa. Frumefni finnast sjaldan hrein eða óblönduð frá náttúrunnar hendi. Þó finnast sum þeirra stundum hrein, svo sem málmernir gull, kopar og járn, og ómálmamir carbon og brennisteinn. Hitt er vana- legra að þau eni blönduð öðrum efnum. Þannig finst oxygen (súr- efni) ekki einstætt í andrúmsloftinu (né í jörðu), heldur blandað við nítrogen, 23 : 77 að vigt; og hydrogen (vætki), léttasta frumefnið enn fundið, er oftast sameinað við oxygen, 2 :1 aft rúmtaki þessara lopt-tegunda, og myndar þannig hið alþekta fljótandi efni, vatn, sem

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.