Fylkir - 01.01.1927, Side 88

Fylkir - 01.01.1927, Side 88
4 90 Ritsjá. Ýms blöð, tímarit, og bækur, sem ritstjóra Fylkis hafa borist á síðustu þremur árum, eru þess verð að þeirra sé að einhverju leyti getið. Kann hann útgefendum ísafoldar, Tímans og Hænis sérstaklega þakkir fyrir þá velvild. Blöð þessi sýna tvær hliðar mikilsvarðandi mála og eru oft, ef eigf*s?Mð, mjög vel rituð. Ennfremur þakkar hann fyrir þjóðvinafélagsritin; Almanakið, Andvara og ritin: Varnar-rœda Sókratesar; Draumar, eftir Björg Þorláksdóttur og, síðast en ekki sízt, ritið í Norðurveg, eftir Vilhjálm Stefánsson. Er það samsafn fræðandi ritgerða um ferðir hans og rannsóknir, samið af mikilli snild og ágætlega íslenzkað af Baldri Stefánssyni ritstjóra við blaðið Vísir. Útgefendur Heimskringlu eiga einnig góðar þakkir skilið fyrir að hafa sent honum blað sitt reglulega síðustu 3 árin. Aðeins vantar 2 síðust tbl. 40. árg., sem endaði í september síðastliðið haust. Það blað er nú ferfalt stærra en þegar það byrjaði, árið 1886, og áhugi ritstjóra þess og útgef- enda á helztu velferðarmálum almennings þar vestra og jafnvel hér á ís- landi er auösær. Helstu áhugamál Manitóbafylkis og Norðvesturfylkjanna virðast vera nú, rœktun hins víðáttumikla Norðvesturlands og lagning Hudsonflóabrautarinnar. Hið fyrra tryggir hundruðum miljóna góð heimili í náinni framtíð. Hið síðartalda styttir sjóleiðina milli N. v. fylkja Canada- veldis að vestan og íslands og Noregs að austan nær 1600 km. eða 1000 mílur enskar. Útgefendur blaðsins Lögberg, sem er nú sem fyr keppi- nautur Heimskringlu, eiga einnig þakkir skilið fyrir að hafa birt auglýs- ingu um ritið Fylki sl. haust. En blaðið Lögberg hefur aldrei borizt útg. Fylkis beint frá prentsmiðjunni, ekki einusinni þegar það birti ritgerð eftir hann fyrir þremur til fjórum árum síðan með formála eftir ritstjóra Lögbergs, en reikningur, að upphæð tíu dollarar, kom honum í hendur síðastliðin vetur, og þá upphæð vonar hann að geta borgað, þegar þetta rit berst Vestur-Islendingum í hendur. Eitt markvert bókmentarit, nl. Völuspá, lagfærð, leiðrétt og málfræðilega útskýrð af hr. Sigurði Nordal, kennara við háskóla íslands, útg. fyrir fjórum árum síðan, er þess vert að á það sé minst. En ekki á höfundur þess meira hól skilið hér fyrir nefndar lagfæringar og málfræðilegu skýr- ingar en hann hefur þegar fengið í bókmentaritum undanfarin ár. Ýmis- legt finnur útgefandi Fylkis athugavert við þær; t. d. segir hann fyrrihluta orðsins, Völuspá rangt ættfærðan og rangt þýddan. Annars er það rit ekki síður virðingarvert, að sínu leyti, heldur en sum önnur skáldskapar- ritin svonefndu, sem alþingi styrkir árlega og verðlaunar. Bréf meðtekið síðastliðinn vetur, um framkvæmdir Austur-Skaftfellinga í rafvirkjun bæarlækja til hitunar, Ijósa og matreiðslu á sveitabæum, er þess vert að birtast hér, en verður að bíða i þetta sinn. Akureyri 10. mal 1927. F. B. /1.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.