Óðinn - 01.07.1931, Side 2

Óðinn - 01.07.1931, Side 2
50 ÓÐINN Haraldur Sigurðssoti. Páll Jónsson. hendur stærra verkefni. Sumarið 1921 fór hún að halda skemtisamkomur með ókeypis veit- ingum fyrir gamalt fólk. Þetta fyrirtæki varð svo vinsælt, að gjafir til þess fóru fram úr kostnaði og varð það fje, sem umfram safnaðist, fyrsti vís- irinn að Ellihælissjóði, sem nefndin þá stofnaði, og haustið 1922 festi hún kaup á steinhúsi vest- an við bæinn og stofnaði þar Elliheimili. Um næstu áramót var það fullskipað og hafði tekið á móti 24 gamalmennum. Húsið hafði heitið Grund og var nú kallað Elliheimilið Grund. 19. þús. kr. höfðu safnast til þess í gjöfum, þar af 6 þús. frá bæjarsjóði Reykjavíkur Forstöðukona þar var hin sama og áður hafði verið hjá Sam- verjanum, frú María Pjetursdóttir. Það var á- kveðið, að Elliheimilið skyldi vera sjálfseignar stofnun undir stjórn nefndarinnar, sem hafði stofnað það og altaf unnið kauplaust, en Reykja- víkurbær skyldi sjá um heimilið, ef nefndin hætti þar störfum. Þetta heimili gat sjer svo góð- an orðstír, að nefndin sá brátt, að þörf væri fyrir miklu stærra hús handa þvi. Og sumarið 1928 rjeðst hún í að byggja stórhýsi það, sem sýnt er hjer á myndinni, Pað var fullgert eftir liðlega tvö ár og tók á móti »vistmönnum«, en svo eru þeir kallaðir sem á Elliheiminu búa, seint á sumri 1930, eins og fyr segir. Húsið er ein aðalálma, 37 metra löng, og tvær hliðarálmur, hvor um 30 metra á lengd og 13 metrar á breidd. Milli hliðarálmanna er opið svæði móti suðri, sljettur grasflötur. Herbergin eru 130 og húsið getur tekið 150 vistmenn, auk starfsfólks, en nú eru þeir um 100, svo að ýms herbergi eru öðrum leigð. Meðgjöf vistmanna er 80—115 kr. á mánuði. Húsið er prýðilegt, með öllum ný- tisku þægindum, og fer þar svo vel um vist- mennina sem framast má verða. 40 af þeim gefa með sjer sjálfir, Reykjavíkurbær sjer um svipaða tölu og önnur hreppsfjelög um 20. — Húsið kostaði 670 þús. kr. fyrir utan lóðina, en hana gaf Reykjavíkurbær. Einnig lánaði hann til hússins 180 þús. kr. og ábyrgðist 120 þús. kr. skuldabrjefalán. 35 þús. kr. höfðu safnast með gjöfum í byggingarsjóðinn og 30 þús. voru skuld- laus í eldri húseigninni. 25 þús. kr. fengust fyrir hýsingu Vestur-lslendinga sumarið 1930 og rík- issjóður lagði til 10 þús. kr. Margir einstakir menn hafa gefið rausnarlega til stofnunarinnar. Systkinin Sveinn Jónsson kaupmaður (sjá óðinn 1906) og frú Margrjet, kona Samúels Jónssonar trjesmíðameistara (sjá óðinn 1928) hafa til minningar um foreldra sína, Jón og Guðrúnu frá Steinum undir Eyjafjöllum, lagt fram kostn- að fyrir eitt herbergi á heimilinu og halda auk þess öllum vistmönnum þar samsæti með veit- ingum einu sinni á ári, á giftingardegi for- eldra sinna, 26. október.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.