Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 16
64
ÓÐINN
skáldi lands vors, svo hann gnæfir sem risa-
klettur úr skáldhafi seinni alda. En hvað er þá
til marks um þetta? Jeg vil þessu til sönnunar
benda á, að konur eru nefndar »sólbjartar«
bæði af Jónasi og í eddukviðunum.
Jónas: kv. Söknuður
6. er.:
Sólbjartar meyjar,
er eg síðan leit
allar á pig minna.
Pví geng eg einn
og óstuddur
að peim dimmu dyrum?
Yölsungakviða en
forna 50. er.:
Grætr gollvarið (nfl. Sigrún)
grimmum tárum
sólbjört, suðræn
áðr sofa gangir,
hvert fellr blóðugt
á brjóst grami,
úrsvalt, innfjálgt,
ekka prungit.
1 kvæðinu »Sólsetursljóð« kallar Jónas nátt-
öldurnar »bláljósar«. — í Goðrúnarhvöt kallar
Hamdir á hinn bóginn »bækr« (rekkjuvoðir,
línlök) móður sinnar »bláhvít«.
Jónas: Sólsetursljóð
10. er.:
Mynd guðs hin máttga!
mjúkir draumar
glaðlega vakna
við geisla pína,
eins og náttöldur
norðurstrauma
bláljósar blika
birtu pína við.
Goðrúnarhvöt 4. er.,
sbr. Hamdismál 8. er.:
Pá kvað pat Hamdir
enn hugumstóri:
»Lilt myndirpú(nfl.Guðrún)
leyfa dáð Högna
pá’s Sigurð vökðu
svefni ór,
bækr váru pínar
enar bláhvitu
roðnar í vers dreyra,
fólgnar í valblóði.
Flestir munu kannast við málbragð Jónasar,
er 52. erindi í Yölsungakviðu er að lýsa víg-
drekum og kallar þá »brimdýr blásvört«. Ótal
dæma gæti jeg fært enn þá máli mínu til sönn-
unar, ef jeg væri fullviss þess, að jeg fengi nægi-
legt rúm í Tímaritum vorum, og mjer yrði ekki
bægt þaðan.
Þá ætla jeg með örfáum orðum að snúa mjer
að hinu öðru höfuðskáldi Islands. Á jeg þar
við sjera Matth. Jochumsson. Hann og Jónas
gnæfa með höfuð og herðar yfir öll skáld seinni
tíma íslensk. Sama er að segja um hann og
Jónas, að hinn forni kveðskapur hefur kent
honum að yrkja. Þangað hefur hann sótt þrótt
sinn, orðfágun og skáldlegar hugsjónir stórfeng-
legar og ekki einhama. Það er unaðslegt og
hressandi að standa undir skáldfossi hans, er
hann fer í algleyming og gengur berserksgang.
»Þau heilögu ljóðvötn hniga og steypast af
himinfjöllum yfir alþjóð«. Fyrirmynd sjera Matt-
híasar er þó frekar skáldskapur Egils Skalla-
grímssonar, en eddukvæðin. Þetta er og eðlilegt.
Báðir voru þeir hetjur og víkingar, Egill vik-
ingur til herskapar og bragarstórvirkja, sjera
Matthías víkingur í andans ríki og skáldskap.
Þess vegna var fyrirmyndin sjálfgefin þar sem
Egill var. Ef jeg fyrst nú hefði sjeð þetta neð-
anritaða erindi úr Arinbjarnar drápu Egils í
einhverju dagblaða vorra og ekki þekt höfund-
inn, mundi jeg óðara hafa sagt, og jafovel lagt
höfuð mitt að veði:
Þetta erindi hefur sjera Matthias ort:
Vasa lunglskin pá’s ormfránn
trygt at lita, ennimáni
né ógnlaust, skein alvalds
Eiríks bráa ægigeislum.
Sama á við um 7. erindi drápunnar og mörg
fleiri. En þótt Egill hafi aðallega verið fyrir-
mynd sjera Matthíasar og steypt hann i skáld-
mót sitt, þá fer þó fjarri, að hann einn hafi
verið þar að verki. Höfundar eddukviðanna hafa
og örlátlega lagt sinn skerf til. Þeir hafa lagt
síðasta smiðshöggið á, og steypt úr honum ó-
dauðlegan skáldmæring, er dáður mun verða
meðan Norðurlönd eru bygð. »Falla mun því
fyr fold í ægi steini studd, en þess stillis lof«.
Þótt jeg í þetta sinn geti ekki leilt mörg rök
að máli mínu, sökum tímaskorts og rúmleysis,
þá vil jeg þó biðja góðfúsan lesara, að athuga
8. erindi Völundarkviðu og bera það saman við
9. erindi í erfiljóðum Guðbrandar Vigfússonar
eftir Matthias. Mun hann þá fljótlega verða var
sifja og ættarmóts meðal kvæðanna.
Set jeg bæði erindin hjer til samanburðar.
Völundarkviða
8. er.:
Pat spyrr Niðuðr
Níara dróttinn,
at einn Völundr
sat i Úlfdöl um;
nóttum fóru seggir,
negldar voru brynjur,
skildir bliku peira
við enn skarða mána.
Erfiljóð Guðbrandar
9. er.:
Glömruðu gunnhlifar,
en jeg geigs kendi,
hlömmuðu hásalir,
hurfu goðmegin.
Hrannir fóru helsingja
hátt á blálofti,
iðuðu blikvængir
við bcran mána.
Enn fremur bið jeg lesarann, að bera orð
þau, er sjera Matthías leggur Skuggasveiui í
munn, er hann stendur í hellinum kreistandi
brynþvarann mundum, saman við 9. erindi
Helgakviðu Hjörvarðssonar, er hljóðar svo: