Óðinn - 01.07.1931, Page 18
66
ÓÐINN
háskólum og vera ófullkomnari í flestum grein-
um, þá ætti hann þó að geta verið brautryðj-
andi í norrænum fræðum og siglt allar aðrar
þjóðir af sjer á því sviði.
Þegar semja skal slíkar skýringar á fornum
kveðskap, ber fyrst og fremst að gæta þess, að
hafna öllum þeim fornskýringum, sem samrým-
ast ekki efni kvæðisins og rjettri hugsun, en
velja þær úr, sem varpa birtu yfir það og gera
það Ijóst og að sem fegurstum skáldskap. Skýr-
andinn ætti að forðast, að láta sjer koma til
hugar, að þeir ljóðsnillingar, sem ort hafa þessi
kvæði, hafi nokkuru sinni leyft sjer að nota
ónytjuorð og hortitti aðeins til að fylla út brag-
línuna og hamra þeim inn í göpin, heldur þau
ein, sem veittu kvæðinu lýsandi þrótt og mögn-
uðu það að speki og mannviti. Þessari nauð-
synlegu meginreglu hefur Sveinbjörn Egilsson,
hinn langfremsti skýrandi fyr og síðar alls forns
kveðskapar, stöðugt fylgt við samningu hinnar
heimsfrægu orðabókar sinnar. Hann hefur með
snild sinni rutt breiðan og greiðfæran veg gegn-
um myrkvið forns kveðskapar, er allir aðrir
skýrendur á undan honum höfðu vilst í eða
farið meira og minna afvega. Eftir því sem jeg
kynni mjer betur orðabók hans, »stend jeg á
önd og undrast«. Mjer fellur allur ketill í eld,
er jeg hugsa um hið mikla starfsþol hans og
elju, hvassa skilning og ratvísi, fróðleiksauð og
þekkingu. Jeg efa það, að nokkur einn á Norð-
urlöndum hafi unnið meira þrekvirki andans.
Að vísu sögðu gamlir námsmenn frá Bessastaða-
skóla mjer í æsku minni, þar á meðal faðir
minn, að ekki væri unt að segja, hve mikla
hjálp og aðstoð Sveinbjörn hefði fengið hjá sam-
kennara sínum dr. H. Scheving nje hve mikinn
skerf hann hefði lagt til orðabókarinnar. Svein-
björn og Scheving, er einnig var frábær skýr-
andi forns kveðskapar, sbr. formála orðabókar-
innar bls. 17, mátti jafnvel kalla vísindafóst-
bræður sem samkennara. Þeir höfðu stöðugt
borið ráð sín saman, er þeir unnu að vísindum.
Þetta mátti föður minum vera manna kunnast.
Hann var handgenginn Scheving, því þeir voru
að frændsemi að öðrum og þriðja og kom faðir
minn daglega á heimili hans. En þótt Svein-
björn hafi fengið nokkura hjálp, heldur hann
áfram að vera jafnaðdáanlegur og frábær
fyrir þvi.
Sökum þess hve skýringar Sveinbjarnar eru
snjallar og djúpsæjar, jafnt á torskilnum orðum,
sem koma fyrir í kviðum Sæmundareddu eins
og í öðrum fornum kveðskap, er vandinn á, að
semja orðabók yfir Ijóð þessi minni. Ætti ekki
að hverfa frá skýringum hans að nauðsynja-
lausu, nema þar sem aðrir hafa grafið fram
ljósari skýringar, er betur samþýðast efninu.
Síst ætti að vikja frá hárrjettum og Ijósum skýr-
ingum hans og taka aðrar upp óljósari og sýni-
lega verri.
Að lokum læt jeg hjer fylgja skýringar á
nokkrum orðum í eddukvæðunum. Ná þær yfir
nokkur þeirra orða, er Finnur hefur vikið frá
skýringum Sveinbjarnar og skýrt á annan veg.
Enn fremur ná þær til nokkurra þeirra visna-
hluta, er Finnur telur úr lagi færða og því ó-
skiljanlega. Að lokum geri jeg raun til að skýra
nokkura staði á nýja leið. Eru það þau orð, er
fyrri skýrendur hafa talið vera lýsingarorð með
nafnorðs-inerkingu og það undirskilið, en jeg
hygg, að viðeigandi nafnorð hafi dulist þeim í
ljóðlínunni, og sje þar, ef vel er rannsakað.
Hávamál 2. er. 1. orð: brandr.
Gefendr heilir, rojök es bráðr
gestr es inn koroinn, sá’s »á bröndum« skal
hvar skal sitja sjá? síns of freista frama.
Hvað þýðir hjer »á bröndum?« Það hefur
verið skýrt á marga vegu. En er flett er upp
skýringum Finns til þess að fá úrlausn á, hvernig
skilja beri orðin: »á bröndum«, fæst lítil úr-
greiðsla, að eins þetta: »óvíst hvað þýðir«.
Sveinbjörn Egilsson skýrir orðið »brandar« á
þessum stað = dyrustafir (postes) sbr. branda-
dyr og brandnór = hús, og orðin »á bröndum«
= juxta postes, i. e. ad fores, sem á vora tungu
þýðir: milli dyrustafa, þ. e. a. s. í dyrum.
Postes (dyrustafir) eru og í latinumáli oft not-
aðir um sjálfar dyrnar, sbr. Jensen og Gold-
schmidt: Latinsk Ordbog 2. Del bls. 128. Þessi
skýring Sveinbjarnar getur því vel staðist, en
varpar þó ekki nægilegu ljósi á viðbótarorðin
»síns of freista frama«. í orðum þessum felst,
að sá vilji fljótt láta skríða til skarar, er stendur
á bröndum, og vill vinna sjer tíl frama, frægðar.
I hinni nýju orðabók yfir skáldmálið hefur
próf. Finnur gefið nýja skýringu á þessum stað.
Er hún snjallari öllum eldri skýringum, er jeg
hef sjeð, sakir þess, að hún verpur ljósi yfir
orðin: »síns of freista frama«. Próf. Finnur
tekur orðið »brandar« á umræddum stað fyrir