Óðinn - 01.07.1931, Síða 31

Óðinn - 01.07.1931, Síða 31
ÓÐINN 79 Guöbjörg á Arnarnúpi. Áttatíu ára varð í sumar merkiskonan Guð- björg Bjarnadóttir á Arnarnúpi í Dýrafirði. Hún er fædd 29. júní árið 1851 á Hrafna- björgum (vanalega nefnt á Björgum) í Arnar- firði, næsla bæ við Lokinhamra. Voru foreldrar hennar Bjarni Bjarnason og kona hans Mar- grjet Bjarnadóttir, bæði at' góðum arnfirskum ættum. Bjarni var búhöldur góður og smiður og Margrjet kvenskörungur. Með foreldrum sínum fluttist Guðbjörg, 4 ára gömul, að Gerðhömrutn norðan fram í Dýrafirði, sem var útlagt preslssetur, það er að segja, að þótt jörðin sje bændaeign hefur prest- urinn í Dýrafjarðarþingum forgangsrjett til að hafa hana til úbúðar. Á Gerðhömrum bjuggu þau í 6 ár, en fluttust þá að Skálará í Keldu- dal í Dýrafirði; ntunu þá hafa orðið að standa upp af jörðinni, er sjera Jón Jónsson, síðar á Stáð á Reykjanesi, var orðinn prestur í Dýra- fjarðarþingum. Á Skálará bjuggu þau hjón það sem eftir var búskapar síns og þar giftist Guð- björg dóttir þeirra 1873 Guðmundi Guðmunds- syni, mesta efnis og atorkumanni, og síðast hreppstjóra. Fyrstu fimm árin dvöldu þau á Skálará hjá foreldrum Guðbjargar, en árið 1878 fluttu þau að Arnarnúpi í sömu sveit og reistu þar bú, og þar hefur Guðbjörg dvalið síðan. Búnaðist þeim skjótt vel, því að bæði voru samhent og hjeldust í hendur hjá þeim ráðdeild og reglusemi, áhugi og atorka í besta lagi. Urðu þau því fljótt sjálfstæð að efnum og mundi þó betur hafa orðið, hefði Guðmundi orðið lengra lífs auðið, en raun varð á. t*au eignuðust 6 börn, er dóu 2 í æsku, en 4 eru á lífi. 1. Jón, skipstjóri, nú búsettur í Reykjavík. 2. Bjarni, bóndi á Kirkjubóli í Dýrafirði. 3. Elin- borg, gift Guðjóni Þorgeirssyni bónda á Arnar- núpi og 4. Guðmunda, gift Benóný Stefánssyni, sjómanni, nú í Reykjavík. Árið 1888 misti Guðbjörg mann sinn. Drukn- aði hann 23. apr. það sama ár í fiskiróðri á Fjallaskaga norðan fram Dýrafjarðar. Voru 6 menn á skipi með Guðmundi. 1. tengdafaðir hans, Bjarni Bjarnason á Skálará, 2. bróðir hans Kári Bjarnason á Arnarnúpi, ókvæntur, 3. Kristj- án össursson á Skálará, kvæntur, faðir Guð- mundar skipamiðlara í Reykjavik. Druknuðu þessir 4, en þrír komust af: Ólafur Guðmunds- son á Arnarnúpi, bróðir Guðmundar bónda, Jó- hann Samsonsson, bóndi á Saurum, og Ásbjörn Björnsson, húsmaður í Hvammi í Dýrafirði. Var þeim bjargað af Kristjáni Oddssyni bónda á Núpi, föðurbróður Odds bæjarfógeta á Isafirði, og Guðmundi Nataelssyni bónda á Ivirkjubóli í Dýrafirði, sem voru þar allnærri, er skipið fórst. Hafði Kristján Oddsson fyrstur farið á sjó í veiðistöðinni þennan dag, og heyrði jeg að honum hefði fall- ið svo illa slys þetta, að hann vildi ekki róa framar á Skoga, og flutti vestur til Lokinhamra. Guðbjörg hús- freyja mun, svo sem títt er eðli- lega um konur sjómanna, oft hafa verið á- hyggjufull um mann sinn, er hann var á sjó. En það hafði Bjarni faðir henn- ar sagt við hana, að hún þyrfti ekki að vera hrædd um Guðmund sinn meðan hann væri innanborðs með honum, þvi að hann mundi ekki í sjó liggja. En svo atvikaðist um þá, sem fórust, að lík þeirra náðust ekki nema lík Bjarna, og hlaut hann því einn leg í jörðu. — Þótt harmur Guðbjargar væri mikill og sár, bar hún hann með miklu þreki og trúartrausti. Hún hjelt áfram búskap á Arnarnúpi eins og ekkert hefði í skorist, svo að vart eða ekki sá á um rausn og ráðdeild. Naut hún þar fyrst góðrar aðstoðar ólafs mágs síns, er af komst í skipskaðanum, en sjálf hafði hún á hendi alt ráð og stjórn á bú- inu og má óhætt segja, að það fór snildarlega. Synir hennar Jón og Bjarni voru mjög bráðþroska og urðu afburða verkamenn; eflir að þeir voru 17 og 18 ára, leystu þeir af hendi alt starf er heimilið þurfti, en sjált hafði hún stjórn sem áður. Á heimili hennar var jafnan margt gamal- menna og barna og þurfti því mikla ráðdeild og fyrirhyggju. Árið eftir að hún misti mann Gaðbjörg Bjarnadóilir.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.