Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 33
ÓÐINN
81
Dúðir á Snæfellsnesi.
Búðir á Snæfellsnesi eru einn af feg-
urstu stððum þessa lands. Oldum sam-
an var þar verslunarstaður Snæfellinga
suunan fjalla, lengi nefndur Hraunhöfn
og stóð í nesi ofan við Búðaós, en var
síðar fluttur niður í hraunjaðarinn, þar
sem sjórinn fellur fyrst inn í Osinn,
og þar standa Búðir nú. Það mun hafa
verið nálægt siðustu aldamótum, að
verslun lagðist þar að mestu niður og
fluttist tíl Ólafsvíkur, eða að einhverju
leyti að Arnarstapa, sem er nokkru ut-
ar. Pá hafði og sjávarútgei ðin, sem
öldum saman hafði verið rekin frá
hinum alkunnu verstöðvum sunnan
Jökulsins, flutst norður fyrir nesið,
til Ólafsvíkur og á Sand. Pegar strand-
ferðir hófust og breyting komst á eldri
samgönguleiðir bæði innan lands og út frá landinu, varð
Ólafsvik viðkomustaður skipanna, en suðurbj'gð Snæfells-
nessins misti þær samgöngur og viðskiftaleiðir, sem hún
áður hafði haft, einangraðist og fjekk erfiðleika við að
stríða, sem staðið hafa henni mjög fyrir þrifum nú á
siðari tímum. Petta er nú fyrst að breytast með bíl-
brautarlagningunni frá Borgarnesi og út Snæfellsnesið,
annars vegar norður yfir fjallgarðin til Stykkishólms
en hinsvegar út suðurbygðina til Búða og þaðan,
norður yfir til Ólafsvíkur.
Á Búðum er, eins og þegar |hefur verið sagt, mjög
fallegt. í vestri^gnæfir við himin bunga Snæfellsjökuls-
ins, há og tignarleg. Innan við hana, um Fróðárheiði,
liggur vegurinn til Ólafsvíkur. Þá tekur við einkenni-
legur fjallgarður, tindóttur mjög. Neðan við fjöllin og
fram til sjávar' er sijettlendi, víðast hvar grænt og grasi
vaxið, en hraunflákar á milli, og strendurnar eru Ijós-
gulir skeljasandar. Stærsta hraunið þarna er Búðahraun.
Eru upp^ök þess á sljettlendinu neðan við fjallgarðinn
og nær það út í sjó. Gigurinn, sem hraunið hefur
runnið úr, heitir Búðaklettur og rís upp eins og höfði
í miðju hrauninu. Er nú gígurinn að nokkru leyti klædd-
ur grasi, beijalyngi og skógviðarhríslum móli suðri,
en að norðan eru mosaþembur með lyngflákum ogein-
stökum hríslum til og frá. Annars er mikill gróður í
Búðahrauni, með blómaskrauti og meira fjölgresi en
víðast hvar annarstaðar hjer á landi. Veldur þvi skjól-
ið í hraunhvilftunum, sem eru margar og fjölbreyttar.
Víða eru þar allstórar skógviðarhríslur, og burknareru
þar víða stórir og fallegir.
Austan við hraunjaðarinn er Búðaós.
Sjór fellur út og inn umósinn, svo að stórir vjelbátar
komast þar inn um flóð, en þegar alfallið er út verður
ekki komist í gegn á smábátum. Verslunarskipin voru
áður fyr ekki stærri en stórir vjelbátar eru nú, og lágu
þau örugg á hinni svonefndu Hraunhöfn innan við Ósinu.
þeim samkomur í söfnuðunum, er þeir sjálfir ferðast
út til annara staða og halda samkomur í öðrum söfn-
uðum. Víða um, landið eru líka haldnir fundir þar
sem prestar og útvaldir trúaðir leikmenn, starfendur
í söfnuðunum, koma saman og tala um andleg mál
og erujfsaman einn eða tvo daga og hafa sameigin-
lega altarisgöngu. Slíkir’fundir stuðla mjög að við-
haldi andlegs Iífs hjá prestunum. ]eg var eitt sinn á
slíkum fundi seinna, þar sem saman voru komnir um
30 prestar, 5|læknar og tveir Iögfræðingar ásamt um
20 öðrum trúuðumHeikmönnum. Var það mikil and-
leg nautn og yndisleg samvera. ]eg man ekki hvort
það var við það tækifæri eða eitthvert annað líkt,
að jeg eftir beiðni lýsti kjörum presta á íslandi,
dreifingu þeirra og andlegri aðstöðu og endaði með
því að segja: »Mig furðar á að íslenskir prestar
skuli ekki vera lakari en þeir eru og danskir prestar
ekki betri en þeir eru, þegar jeg ber kjör þeirra
andleg og veraldleg saman við kjör og hag danskra
presta*. — Leiddu af þessum samanburði alvarlegar
umræður um ábyrgð þá, er hinar góðu aðstæður og
kjör prestastjettarinnar dönsku hefðu í för með sjer.
— Frá Mors hjelt jeg aftur til Thisted og hjelt sam-
komu þar, og fór síðan aftur suður á bóginn.
Á ferðalista mínum stóð næsti viðkomustaður:
»Hunborg, Godsejer Östgaard«, kveið jeg fyrir að
eiga að dvelja á einhverju »slotinu« hjá einhverju
mikillátu fyrirfólki, þar sem jeg vissi að jeg yrði
feiminn, og með þessum kvíða kom jeg á tiltekna
járnbrautarstöð í Sjörring. Er jeg kom út af stöðinni
stóð þar mjög fínn vagn með tveimur fallegum hest-
um fyrir. Vagnstjórinn, ungur og fallegur maður,