Óðinn - 01.07.1931, Page 34
82
ÓÐINN
heilsaði rrjer og bauð mjer sæti í vagninum. Jeg
kaus að sitja við hlið hans í vagnsætinu. Mjer gatst
einkar vel að honum og hjelt að þetta væri öku-
maður »gósseigandans«. A leiðinni töluðum við sam-
an um margt, en jeg vildi ekki spyrja hann um neitt
viðvikjandi fyrirfólkinu, því það er aldrei sæmilegt að
spyrju þjónustufólk um húsbændnr þeirra, þar sem
maður á að vera gestur. Eftir að hafa ekið langa
leið komum við að stóru sveitaþorpi með stórri kirkju.
»Þelta er nú Hunborg«, sagði ökumaðurinn. Jeg
þóttist vita að það væri þorpið er heyrði til »góss-
inu«, og er við svo ókum út úr þorpinu fór jeg að
skygnast um eftir turnum hallarinnar, og var í mjer
töluverður kvíði. Svo ókum við eftir þjóðveginum og
þá sneri hann alt í einu inn að litlum bóndabæ og
stökk þar niður af vagninum og bauð mig velkom-
inn og sagði að jeg ætti að búa hjá sjer. Jeg varð
ekki lítið forviða, en ljet sem ekkert væri. Svo kom
ung kona út og leiddi mig til stofu, meðan maður
hennar var að sinna hestunum. Jeg fór að gæta að
ferðalistanum og sá þá að jeg hafði lesið vitlaust
»Godseijer« í staðinn fyrir »Gaardejer«, því það var
ógreinilega skritað. — Mjer þóttu þetta góð umskifti,
því alt var þar óbrotið og blátt áfram, en mjög
skemtilegt fólk. Östergaard var formaður í K. F. U. M
í Hunborg, vellesinn og viðkunnanlegur maður. Um
kvöldið hjelt jeg samkomu í kirkjunni í Hunborg og
var*um nóttina hjá Östergaard. Næsta morgun fór-
um við til Sjörring og var þaðan ferðinni heitið til
Bövling á Vestur-Jótlandi. Mjer hafði verið sagt að
það væri mjög sterkt andlegt líf í því hjeraði. Þar
var prestur sjera Busch, einn af nafnkunnustu prest-
um Danmerkur. Jeg vissi að Olfert Ricard dáðist
mjög að honum og mælsku hans. Bróðir prestsins,
Fr. Busch, var læknir í Bölving og mikill starfsmað-
ur í Guðsríki á þeim stöðum; voru þeir bræður ann-
álaðir fyrir starfsemi sína og höfðingsskap, og sveitin
þar var víðfræg fyrir hið sterka kristlega Iíf og fyrir
fórnfýsi sína til alls kristilegs starfs. Hafði jeg heyrt
mikið látið af öllu þessu og vissi þar að auki að
Ricard hafði borið þar oflof á mig fyrir ástríkis
sakir. Jeg var því hræddur við að koma til svo mik-
illa andans manna, og bjóst við að lítið mundi verða
úr mjer við hliðina á slíkum mönnum og mundi jeg
verða þeim að vonbrigðum, þar sem þeir eftir skrif-
um vina minna, ættu von á einhverju miklu.
Jeg kom á Faare-járnbrautarstöð og tók stöðvar-
stjóri sjálfur á móti mjer og setti mig inn í stofu
hjá sjer og sagði að vagninn frá prestsetrinu mundi
koma bráðlega. Eftir nokkra stund kom vagninn;
var sjera Busch sjálfur vagnstjórinn, en aftur í vagn-
inum sat heill hópur af börnum; það voru börn
prestsins.
Hjer um bil hálftíma leið var heim að prestssetr-
inu. Jeg sat í framsætinu hjá prestinum og fór af
mjer öll feimni við fyrsta viðtal mitt við hann. Þegar
heim var komið voru mjer afhent brjef, sem lágu þar
til mín. Jeg settist út í Iystigarðinn og fór að lesa.
Eitt brjefið var frá Edvard Ch. Matthiessen frá Ála-
borg, drengnum sem sagt var frá hjer að framan.
Það var svo elskulegt og barnslegt brjef, að jeg gat
ekki komist hjá að vikna. Það byrjaði þannig (orð-
rjett þýtt): »Kæri, kæri vinur. Þannig má jeg til að
kalla þig og jeg verð líka að segja þú við þig, því
að jeg finn að við erum knýttir saman alla æfi«. —
Svo skrifaði hann hvernig stóð á þessari geðshrær-
ingu hans þarna á götuhorninu. Það varð alt í einu
ljóst fyrir honum, að hann hefði aldrei sjálfur þjón-
að Drotni, heldur hefði lifað upp á trú foreldra sinna,
Síðan skýrði hann frá, hve hryggur hann hefði verið
dugana þar á eftir, þangað til það rann upp fyrir
honum, að Kristur væri dáinn fyrir hann og hann
þyrfti ekki annað en trúa á hann og treysta honum,
»og þá varð jeg alt í einu svo glaður, og er það
enn þá og vona að verða það hjeðan í frá«. — Það
var Iangt brjef, og er jeg hafði lesið það sat jeg
eins og í hálfgerðri leiðslu og utan við mig. Þá kom
út til mín stór og fallegur maður og kynti mjer sig
sem Dr. Busch. Hann settist gegnt mjer og byrjaði
samtal, en jeg var eins og úti á þekju, og alt í einu
stóð hann upp og sagði eitthvað heldur kuldalega og
gekk inn. Jeg man ekki hvað hann sagði, en mjer
fanst það hafa í sjer fólgið eitthvað særandi. Jeg
hugsaði á þá leið: »Er þetta þá sá víðfrægi trúaði
læknir*. Seinna, þegar við vorum orðnir vinir, töluð-
um við um þessi fyrstu kynni okkar; hafði hann líka
orðið vonblektur af mjer. Þegar jeg eftir burtför
hans sat einn eftir hálfmóðgaður og sár, kom yngsta
dóttir prestsins, 5 ára gömul stúlka, út til mín. Hún
lagði hönd sína á knje mjer og leit framan í mig
með athygli. Svo sagði hún: »Ertu ekki glaður af
því að vera kominn til Böving?* »Jú«, sagði jeg,
»það er jeg«. »En ertu ekki í Guði?« »Jú, það er
jeg líka«, sagði jeg. »Já, en mjer sýnist þú ekki vera
glaður, en komdu nú með mjer; jeg skal gera þig
glaðan*. Svo tók hún í hönd mjer og leiddi mig að
litlu blómabeði í garðinum. »Þetta er nú garðurinn
minn«, sagði hún og tók fallegustu rósina og setti í
hneslugatið mitt. »Ertu nú ekki glaður?« sagði hún.
»Svo skal jeg segja þjer nokkuð. Við eigum að fá