Óðinn - 01.07.1931, Side 38

Óðinn - 01.07.1931, Side 38
86 ÓÐINN segja, að jeg sæji engan veg til að koma að þessu sinni, það skyldi þá vera ef jeg gæti skroppið þang- að rjett áður en jeg færi til Islands. Síðan fórum við hvor sína leið. Laugardagskvöldið kom jeg svo til Bövling og fjekk þar bestu viðtökur. Næsta dag átti að vera stór ferming fyrir alt prestakallið á annex- kirkjunni í Bækmarksbro, og altarisganga sama dag- inn, síðdegis kl. 5 í Bövlingkirkju. Dóttir prestsins ein átti að fermast. Sjaldan hef jeg verið við hátíð- legri fermingu en þennan dag, og altarisathöfnin var einnig hin hátíðlegasta. Mátti heita að alt kirkju- fólkið væri til altaris. Um kvöldið var eitthvað 70 manns úr söfnuðinum í boði á prestssetrinu og var það unaðslegt samsæti. Alt var það trúað fólk og er ekki unt að lýsa þeim unaði, sem ríkti þar á þessu hátíðiskvöldi. Um morguninn eftir fjekk jeg tvö brjef, annað frá Lemvig og hitt frá Struer. í þeim báðum stóð, að þær fyrirhuguðu samkomur gætu ekki orðið haldnar af vissum hindrunum, sem fyrir hefðu komið. Mjer þótti þetta hálfleitt, en fór að hugsa um, hvað jeg svo ætti að gera við dagana, og datt mjer í hug að nota þá til að heimsækja Álaborg og sendi því fram- kvæmdarstjóranum brjefkort og sagði: »Kem á mið- vikudagsmorgun, held enga samkomu, vil aðeins sjá drengina*. Mánudagskvöldið var afarstór samkoma fyrir ungt fólk í hjeraðinu og streymdi það að í stórum hópum víðsvegar. Var þar þröng á þingi, en maður fann brennandi áhugann og hina andlegu gleði; það er lítill vandi að tala þar sem maður finnur svo hlýja strauma leggja upp til sín á ræðustólnum. Eftir sam- komuna kom til mín ungur maður og bað mig að tala við sig einslega. Við gengum afsíðis. Hann byrj- aði og sagði: »]á, nú er öðru vísi ástatt fyrir mjer en síðast er við sáumst. ]eg virti hann fyrir mjer og gat ekki sjeð, að jeg hefði sjeð hann nokkru sinni áður. »]eg man ekki eftir að jeg hafi sjeð þig áður«, sagði jeg. »]á, það er nú eiginlega rjett. Við rákumst á í myrkrinu fyrir utan húsið í Bækmarksbro, fyrir mánuði síðan; þegar jeg fór heim um kvöldið var jeg allur í æsingi, og fanst mjer, að jeg mundi fara illa, ef jeg dæji þá um nóttina, svo fór jeg að reyna að biðja, og komst inn í mikla trúarlega baráttu, og nú trúi jeg af öllu hjarta á ]esúm Krist og hef eign- ast gleðina í Guði«. ]eg samfagnaði honum, en mundi ekki eftir samfundum okkar, þangað til hann gaf mjer nafnspjaldið sitt. Þar stóð Just Christensen. Þá mundi jeg eftir piltinum í myrkrinu og hugleiðing- unni út af nafni hans. Þannig gat Guð notað jafn einföld orð til að snúa honum á rjetta leið. — Eftir samkomuna vorum vjer, presturinn og heimafólk hans, hjá lækninum og var það afarskemtileg samverustund. Næsta dag heimsótti jeg ýmsa í söfnuðinum með prestinum og lagði svo af stað með næturlestinni um kvöldið áleiðis til Álaborgar. ]eg kom þangað kl. 8 um morguninn og ætlaði upp í K. F. U. M., en á leiðinni hitti jeg hóp af unglingspiltum, sem ætluðu með næstu lest norður í Hanhjerað í Vindasýslu. Þeir voru úr K. F. U. M. þar og báðu þeir mig að koma þangað og halda samkomu hjá þeim, en það gat nú ekki orðið að þessu sinni, en sumir af þess- um piltum eru vinir mínir þann dag í dag. Eftir að jeg hafði fylgt þeim á stöðina og skilið við þá með mikilli vinsemd, fór jeg glaður í anda upp í K. F. U. M. ]eg hitti þar framkvæmdastjórann, cand. theol. Mortensen. Hann sagði við mig, er jeg kom inn: »Guði sje lof að þjer kornuð!* ]eg sagði: »Þetta megið þjer ekki segja, því til þess er jeg of lítilfjör- legur«. »Það er heldur ekki þess vegna, hvað þjer eruð, að jeg sagði þetta, heldur vegna drengjanna. Þegar þeir á laugardaginn fengu kveðjuna frá yður og vissu að þjer voruð hjer á ]ótlandi þá komu 10 piltar úr unglingadeildinni og sögðu við mig: »Eigum við ekki að biðja um að Guð vilji senda pastor Friðriksson hingað«. ]eg sagði að það þýddi ekki, því að ferð hans væri svo fast ákveðin, en samt báðum vjer saman, að þjer gætuð komið áður en þjer færuð til íslands. — Og þegar brjefspjaldið kom, að þjer kæmuð nú, sögðu þeir við mig: »Sjerðu nú hvort það gagnaði ekki að biðja«, og nú vænta þeir þín í kvöld með mikilli eftirvæntingu. ]eg varð svo hræddur við þetta, að mig langaði til að fara strax á braut. — Um daginn seinna var jeg með Edvard og Gunnari lengi og tókum við mynd af okkur öllum þremur. Um kvöldið átti að vera biblíulestur í Aðaldeild inni, en Unglingadeildinni var boðið á fundinn út af komu minni. Mortensen hafði mjög stuttan biblíu- fyrirlestur og sagði svo: »Nú talar »Pastor Friðriks- son« til drengjanna!* Það voru um 40 drengir 14— 17 ára gamlir á fundinum. ]eg stóð upp og hafði ekki búið mig undir að segja neitt, því jeg ætlaði að eins að tala við hina einstöku. ]eg bað Guð í hljóði að gefa mjer, hvað jeg ætti að segja og hjet með mjer að tala út frá því ritningarorði, sem jeg fyrst hitti, er jeg fletti biblíunni upp. Það orð, sem fyrir mjer varð, var þetta úr Orðskv. Salómons (2, 15): »Náið fyrir oss refunum, smá-yrðlingunum, sem skemma víngarða vora; víngarðar vorir eru í blóma. Unnusti

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.