Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Síða 1
Skattar og gjöld til landssjóðs.
Eptir Magnús Steplicnsen, yfirdómara.
i.
Skattur á ákúð og afnotum jarða og á lausafje.
Með lögum 14. desembermán. 1877 um skatt á
ábúð og afnotum jarða og á lausafje voru hin fornu
manntalsbókargjöld, skattur, gjaftollur, lögmannstollur,
konungstíund og manntalsfiskur af numin, en í stað
þeirra lagður skattur á ábúð og afnot jarða og á lausafje.
A.
Skattur á ábúð og afnotum jarða.
1. Skatt þennan skal greiða af öllum jörðum, sem
metnar eru til dýrleika, hverju nafni sem þær nefnast.
Sem jarðir virðist eiga að telja allar jarðeignir, þó ekki
sjeu þær kallaðar jarðir í daglegu tali, ef þær aðeins
eru sjerstaklega metnar til dýrleika. Samkvæmt tilsk.
1. aprilmán. 1861 áað greiða alla skatta, tolla og gjöld
til almenningsþarfa, sem eptir 6. júnímán. 1862 kunna
að verða lögð á jarðir hjer á landi, eptir hinni nýju
jarðabók, sem löggilt var með tjeðri tilskipun. Skatt-
inn á ábúð og afnotum jarða ber því að greiða eptir
nefndri jarðabók ekki að eins af öllum jörðum í þrengri
merkingu, heldur og af öllum öðrum jarðeignum, sem
hafa sjerstakan dýrleika í jarðabókinni, þannig t. a. m.