Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 3
139
alverði allra meðalverða í verðlagsskrá þeirri, sem er
í gildi á gjalddaga, en gjalddagi skattsins er manntals-
þing ár hvert. Sýslumenn og bæjarfógetar heimta
skattinn saman, og eru þeir ekki skyldir að taka á móti
öðrum eyri í skattinn en peningum, sauðfjenaði, hvítri
ull, smjöri, fisk ogdún, oginnskript hjá kaupmönnum,
sem þeir taka gilda1. Landaurar þeir, sem nú voru
nefndir, skulu teknir eptir verðlagsskrárverði þeirra á
gjalddaga, svo framarlega sem það ekki er hærra en
gangverð þeirra á gjalddaga, en sje gangverð þeirra
lægra en verðlagsskrárverð, er efasamt eptir orðum
laganna, hvort gjaldheimtumaður er skyldur að taka á
móti þeim sem löglegri borgun upp í skattinn. í lands-
höfðingjabrjefi 12. aprílmán. 1879 virðist þó gjört ráð
fyrir, að gjaldheimtumaður, þegar svo stendur á sem
hjer segir, eigi að taka nefnda landaura upp í skatt-
inn eptir gangverði þeirra; hinsvegar segir í tjeðu brjefi,
að gjaldheimtumanninum einum beri fyrir hönd hins
opinbera að gjöra út um hlutfallið milli gangverðs og
verðlagsskrárverðs á landaurunum, en þar af leiðir þá,
að gjaldheimtumaðurinn ræður, með hvaða verði hann
tekur landaurana. Sýslumenn og bæjarfógetar eiga að
standa landssjóði skil á skattinum eptir meðalverði allra
meðalverða, hvort sem þeim hefur verið greiddur hann
í peningum, innskript eða landaurum, og verður það
þvi þeirra skaði, ef kaupmaður sá, sem þeir hafa tek-
ið innskript hjá, ekki stendur í skilum, eða þeir fá ekki
það verð fyrir landaurana, sem þeir hafa tekið þá fyrir.
5. Frá skatti þessum eru engar undanþágur veitt-
I) f>ar sem í lögunum stendur, að gjaldandi geti greitt skattinn með
innskript hjá kaupmönnum, þá er sú ákvörðun í raun og veruþýðing-
arlítil, úr því gjaldheimtumanni er sett í sjálfs vald, að hafna hverri
innskript sem hann vill, en hins vegar er það vitaskuld, að gjaldheimtu-
manni er frjálst að taka uppá sína ábyrgð á móti hvaða eyri sem er i
skattinn.