Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Page 6
142
c, af öllum hrossum tvævetrum og eldri;
d, af öllum skipum og bátum, sem ganga til fiskiveiða.
Undanskilin tíundarframtali og þá einnig lausa-
fjárskatti eru föst innstæðukúgildi, og þaf sem eigi er
fast-ákveðið innstæðukúgilda-tal, er heimilt að draga
frá framtalinu til tíundar i kúgildi fyrir hver 5 jarðar-
hundruð; aptur er ekki leyfilegt að draga frá fram-
talinu fleiri kúgildi en jörðinni fylgja í raun og veru,
þó þau sjeu færri en 1 fyrir hver 5 jarðarhundruð,
smbr. lhbrjef 12. aprílmán. 1880.
2. Á ári hverju skal halda tvenn hreppskilaþing,
hin fyrri á vorin 12. til 24. júnimán., hin siðari á
haustin 1. til 20. októbermán.; í kaupstöðunum skal
auglýsa þau á venjulegan hátt, en í hreppunum skulu
hreppstjórar kveðja til þeirra í tæka tíð með þingboði,
sem berist um hreppinn boðleið rjetta, að viðlagðri 3
króna sekt fyrir að tefja að nauðsynjalausu eða fella
niður boðburðinn. Hver búandi maður er skyldur, að
viðlagðri 1 kr. sekt, að mæta sjálfur eða láta fullveðja
mann mæta af sinni hendi á hreppskilaþingi þvi, sem
hann á sókn að, og skal hann á vorhreppskilaþingum
telja fram lausafje það, er hann átti eða hafði undir
hendi í fardögum, en á hausthreppskilaþingum skal
telja frá það, sem farizt hefur um sumarið af því, sem
talið var fram um vorið, sem og þann pening, sem
þeginn er undan tíund. þeim, sem ekki segir til tí-
undar sinnar, skal hreppstjóri eða bæjarstjóri gjöra
tíund, eptir því sem næst verður komizt um fjáreign
hans; sama er og, ef framtala einhvers þykir tor-
tryggileg, eða að eigi sje rjett skýrt frá vanhöldum.
Sá, sem tíund er gjörð, á þann kost að sanna tíund
sína með eiði fyrir sýslumanni eða bæjarfógeta, þó
eptir sömu reglum sem sauðfje; en eptir þeirri skoðun, sem hjer er
haldið fram, er geitfje ekki tíundbært.