Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Side 7
143
eigi siðar en á næsta manntalsþingi eptir að tíund var
gjörð. Heimilt er og að gjöra rjettarrannsókn um
tiundarframtal manna, og verður sá sekur um io til
ioo kr., er sannur verður um rangt tiundarframtal, og
gjaldi að auki öll lögboðin gjöld afþvi, sem hann dró
undan.
3. Skattinn af lausafje á sá að greiða, sem á að
telja það fram, og er það því jafnaðarlega eigandinn,
sem á að gjalda skattinn, nema af leigupeningi; af
honum geldur leiguliði lausafjárskatt. Ef ómyndugur
maður á lausaíje tíundbært, á sá, sem geymir íjárins
eða hefur það i vörzlum sínum, að telja það fram, og
þá lika að greiða lausafjárskatt af því fyrir hönd hins
ómynduga og af hans fje. Sömuleiðis er húsbóndi
skyldur að telja fram tíundbært lausafje hjúa sinna og
annara, sem eru á hans vegum, ef þeir ekki gjöra það
sjálfir; en þar af virðist aptur að leiða, að húsbóndinn
verður að ábyrgjast greiðslu skattsins af slíku lausafje.
4. Skatturinn er 1 alin á landsvísu af hverju
lausafjárhundraði, en af minna en hálfu hundraði er
enginn skattur goldinn. Samkvæmt 2. og 3. gr. hinna
nýju tíundarlaga skal leggja tiundbært lausafje í tí-
und, sem hjer segir:
1 kýr leigufær............................1 hundrað.
2 kýr eða 2 kvígur mylkar, sem ekki eru
leigufærar..............................1 -----
3 geldneyti tvævetur eða geldar kvígur . 1 -----
2 naut eldri..............................1 -----
6 ær með lömbum leigufærar................1 -----
15 lambsgotur..............................1 -----
10 sauðir þrjevetrir eða eldri.............1 -----
12 sauðir tvævetrir eða geldar ær . . . .1 -----
24 gemlingar...............................1 -----
3 hestar eða hryssur fimm vetra eða eldri 1 -----
4 tryppi tveggja til fjögra vetra . . . . 1 -----