Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Qupperneq 8
144
i þilskip................................3 hundruð.
i áttæringur eða stærri skip .... i x/2 hundrað.
i sexæringur eða feræringur...............i ----
i tveggjamannafar.........................*/2 ----
Af fjenaði öllum skal fella sjöunda hluta úr tí-
und. Veiðigögn skal ekki tíunda sjerstaklega.
5. Að öðru leyti á það, sem sagt er hjer að
framan um ábúðarskattinn í 4. og 5. tölulið, einnig við
um lausafjárskattinn.
11.
Húsaskattur.
1. Með lögum um húsaskatt 14. desembermán.
1877 er skattur þessi lagður á allar húseignir í kaup-
stöðum og verzlunarstöðum landsins, sem eru fullra 500
kr. virði, og sömuleiðis á aðrar húseignir, sem eru fullra
500 króna virði, þótt eigi standi þær í kaupstað eða
verzlunarstað, ef þær eru eigi notaðar við ábúð á jörð
þeirri, er metin sje til dýrleika. Húsin eru skattskyld,
úr hverju efni sem þau eru gjörð, og hvort sem þau
eru ætluð til íbúðar eða annara afnota. Hús í kaup-
stöðum og verzlunarstöðum eru eins skattskyld fyrir
því, þó þau sjeu notuð við ábúðájörð, ef þau að eins
standa á lóð einhvers kaupstaðar eða verzlunarstaðar,
og þó hús, sem standa fyrir utan lóð einhvers kaup-
staðar eða verzlunarstaðar, sjeu notuð við ábúð ájörð,
eru þau skattskyld, ef jörðin hvorki hefur sjerstakan
dýrleika í jarðabókinni, nje er ákveðinn partur úr
jörð, sem metin er til dýrleika. Ef virðingarverð allra
þeirra húsa, sem notuð eru í sameiningu sem ein hús-
eign, samanlagt nemur 500 krónum, ber að greiða
skattinn af virðingarverði allra húsanna samanlögðu,
þó hvert þeirra um sig, eða sum þierra ekki sjeu
500 króna virði, smbr. lhbrjef 16. október 1878, og 3.
janúar, 3. febrúar og 20. marz 1879.