Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Qupperneq 9
2. Húseigandinn á að greiða skattinn, en sje
hann ekki búsettur í lögsagnarumdæmi því, þar sem
húsið stendur, verður hann að hafa þar umboðsmann,
er greiði skattinn fyrir hans hönd, og tilkynna gjald-
heimtumanni það í tæka tíð, annars má gjöra lögtak
í húsinu fyrir skattinum, smbr. lhbr. 16. október 1878.
3. Skatturinn er 1 kr. 50 a. af hverjum ioookr.
í virðingarverði húseignarinnar. Á húseignir í Reykja-
vík, sem virtar eru til brunabóta, skal leggja skattinn
eptir þeirri virðingu, en á allar aðrar húseignir eptir
virðingu, sem fram hefur farið samkvæmt reglugjörð
landshöfðingja 18. maí 1878. Hvíli þinglýstar veð-
skuldir á húseign, skal draga upphæð þeirra frá virð-
ingarverði húseignarinnar, og leggja skattinn á það
sem eptir er; sje upphæð veðskuldarinnar ótiltekin,
verður hún ekki dregin frá virðingarverðinu, nema
gjaldandi gefi áreiðanlega skýrslu um upphæð hennar,
smbr. lhbr. 3. febrúar 1879; eigi kemur heldur veð í
húseign til tryggingar fyrir öðrum skuldbindingum en
peningaskuldum til afdráttar, jafnvel þótt veðupphæð-
in sje tiltekin, eins og t. a. m. veð fyrir reikningsskil-
um, skaðabótum fyrir samningsrof o. fl.; aptur á móti
kemur það ekki til greina, hvort greiddir eru vextir
af veðskuldinni eða ekki, nje heldur, hvort húsið er
í veði fyrir skuld eigandans eða skuld annars manns.
Upphæð sú, sem skatturinn er greiddur af, á ávallt
að vera deilanleg með 500, það, sem þar er framyfir,
kemur eigi til greina skattinum til hækkunar.
4. Skatturinn skal greiddur sýslumönnum og
bæjarfógetum á manntalsþingum ár hvert, og virðist
þvi vera miðaður við fardagaár, en hins vegar virðist
það ekki geta komið til greina, hvort húseignin hefur
verið notuð lengri eða skemmri tíma af árinu, nje
heldur þótt hún einhverra orsaka vegna alls ekki hafi
verið notuð næsta ár á undan gjalddaga, ef hún að
Tímarit hins islenzka bókmenntafjelags. I. 10