Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 10
146
eins er virt samkvæmt lögunum, smbr. lhbr. 16. októ-
ber 1878. Skatturinn gengur um tveggja ára bil frá
gjalddaga fyrir öllum veðskuldum i hlutaðeigandi
húseign.
5. Undanþegnar húsaskatti eru kirkjur allar,
skólar, sjúkrahús og öll önnur hús, sem eru þjóðeign
eða til almennra þarfa, t. a, m. þinghús, fangelsi o. fl.
Ef ágreiningur verður um skattskyldu einhvers slíks
húss, sker landshöfðingi úr.
III.
Tekjuskattur.
Með lögum umtekjuskatt 14. desembermán. 1877,
sbr. reglugjörð landshöfðingja 15. maí 1878, erskattur
lagður á tekjur af arðberandi eign og atvinnu.
A.
Tekjuskattur af eign.
1. Skattur þessi skal greiddur af öllum arði af
jarðeign, og af lausafje sem á leigu er selt, þegar
arðurinn samanlagður nemur 50 krónum. Af tekjum
af jarðeign ber að greiða eignarskatt, hvort sem eig-
andi notar jarðeignina sjálfur, eða hún er leigð öðrum
manni. Ef eigandi býr sjálfur á jörðu eða hefur af-
not hennar, metur hlutaðeigandi skattanefnd hana til
afgjalds; berþáaðtelja sem tekjur af jörðunni afgjald
það, sem skattanefndin metur, og enn fremur arð af
hlunnindum, sem eru undanskilin leiguliðanotum, ef
slík hlunnindi fylgja jörðunni, svo sem hvalreki, viðar-
reki og þvi um líkt. Sje jörðin leigð, ber að telja
sem tekjur af henni: landskuld, leigur af innstæðukú-
gildum, festu, lóðargjöld, tómthústolla, arð af hlunn-
indum og öðrum landsnytjum, sem eru undanskildar
leiguliðanotum og annaðhvort notaðar af eiganda sjálf-
um eða leigðar sjerstaklega, svo og hverjar aðrar