Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Síða 11
147
tekjur af jarðeigninni, sem renna beinlínis til lands-
drottins. í annan stað ber að greiða eignarskatt af
arði af vaxtafje, hvort heldur er arður af skuldabrjef-
um, hlutabrjefum eðaöðrum arðberandi höfuðstóli, svo
sem innstæðu í bönkum eða sparisjóðum, eða leigur af
útistandandi skuldum, og það jafnt hvort brjef er fyrir
skuldinni eða eigi. Loks ber að greiða skatt af arði
af öðru lausafje, sem á leigu er selt, svo sem leigu-
kúgildum.
í reglugjarð 15. maí 1878 I er leiga af kaup-
staðarhúsum og af skipum enn fremur talin með þeim
tekjum, sem gjalda eigi af eignarskatt, en það virðist
eigi vera á nægum rökum byggt. í tekjuskattslög-
unum eru að eins nefndar tekjur af jarðeign, vaxtafje
og öðru lausafje, er á leigu er selt, sem skattskyldar,
en ekki tekjur af kaupstaðarhúsum, enda á eigandi
kaupstaðarhúss, hvort sem hann býr í því sjálfur eða
leigir það öðrum, að gjalda af því annan skatt, húsa-
skattinn. Leiga af skipum getur að vísu átt undir
„arð af lausafje, sem á leigu er selt“; en af skipum,
sem haldið erúti til fiskiveiða, geldur eigandinn lausa-
fjárskatt, og af arði af skipum, sem höfð eru til ann-
ara sjóferða, er goldinn atvinnuskattur samkvæmt 5.
gr. tekjuskattslaganna.
Tekjurnar eru skattskyldar, til hvers svo sem
þeim er varið, eins þó þeim sje öllum varið til for-
lagseyris fyrir gjaldanda og skyldulið hans, sbr. lhbr.
30. aprílmán. 1879. þ>ó eru ungmenni, sem hafa tekj-
ur af eign en enga atvinnu, og eru á uppfóstri hjá
foreldrum eða öðrum, eða til mennta sett, undanþegin
að greiða skatt af þeim hluta tekjanna, sem gengur
þeim til framfæris eða menningar.
2. í hverjum hrepp og kaupstað er skipuð
skattanefnd til að semja skrár um tekjur þeirra manna,
sem tekjuskatt eiga að greiða, og á hreppskilaþingum
10*