Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Qupperneq 14
4. Upphæð skattsins ef i króna af hverjum 25
krónum, sem tekjurnar nema í peningum eða land-
aurum eptir verðlagsskrárverði á hverri landaurateg'-
und um sig, og skal leggja skattinn á tekjur gjald-
anda, eins og þær voru næsta ár á undan niðurjöfn-
uninni. Frá tekjum af jarðeign skal telja umboðs-
kostnað, sem eigandi hefur greitt það ár, sem ogleig-
ur af þinglesnum veðskuldum í hlutaðeigandi jörð,
sömuleiðis virðist eiga að draga frá tekjunum erfða-
festugjald, þar sem það er samfara eignarrjetti. Skatt-
urinn skal ávallt leika á heilum krónum, það, sem þar
er fram yfir, fellur burt.
5. Skattinn skal greiða í peningum, og heimta
sýslumenn og bæjarfógetar hann saman á manntals-
þingum ár hvert. Ef maður, sem ekki á heimili hjer
á landi, hefur tekjur af jarðeign hjer, á hann að til-
nefna fyrir hlutaðeigandi gjaldheimtumanni mann inn-
an sýslu eða kaupstaðar, sem greiði skattgjald hans.
Tekjuskattur af jarðeign gengur um tveggja ára bil
frá gialddaga fyrir öllum veðkröfum í hlutaðeigandi
jörðu.
6. Undanþegnir eignarskatti eru: landssjóðurinn
og aðrir þeir sjóðir, sem fjárlögin ná til, kirkjur, að
því er snertir portíónstekjur þeirra, öll sveitarfjelög,
fjelög og sjóðir, sem stofnaðir eru til almennra þarfa,
og sparisjóðir, sem eigi eru eign einstakra manna.
Yerði ágreiningur um skattskyldu sjóðs eða fjelags,
leggur landshöfðingi úrskurð á málið.
B.
TekjuskaMur af atvinnu,
1. Skattur þessi skal greiddur af árstekjum af
alls konar atvinnu, nema landbúnaði og sjávarútvegi,
svo framarlega sem þær nema yfir 1000 krónur; sem
tekjur af atvinnu teljast því: