Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Síða 17
153
2. Hvort sem tekjur af atvinnu nema meira eða
minna, er aldrei borgaður neinn skattur af fyrsta þús-
undi þeirra; af öðru þúsundinu er skatturinn 50 aurar
af hverjum 50 krónum, og af 2000 fullum iokrónur;
af þriðja þúsundinu er hann 75 a. af hverjum 50 kr.,
og af 3000 fullum 25 kr.; af fjórða þúsundinu er hann
1 kr. af hverjum 50 kr., og af 4000 fullum 45 kr.; af
fimmta þúsundinu 1 kr. 25 a. af hverjum 50 kr., og af
5000 fullum 70 kr.; af sjötta þúsundinu 1 kr. 50 a. af
hverjum 50 kr., og af 6000 fullum 100 kr.; af sjöunda
þúsundinu 1 kr. 75 a. af hverjum 50 kr., og af 7000
fullum 135 kr.; af þvi sem tekjurnar nema yfir
7000 kr., er skatturinn 2 kr. af hverjum 50 kr. Minni
tekjuauki en 50 kr. kemur aldrei til greina skattinum
til hækkunar.
3. Að öðru leyti eiga við um atvinnuskatt sam-
svarandi reglur og þær, sem taldar eru í 2., 3., 5. og
6. tölulið um eignarskattinn, og skal því skírskotað til
þess, sem þar er tekið fram. Ef maður, sem ekki er
búsettur hjer á landi, rekur hjer atvinnu, á hann að
greiða atvinnuskatt af þeim tekjum, sem sú atvinna
veitir honum, að frádregnum öllum þeim kostnaði, sem
rekstur atvinnunnar hefur í för með sjer, hvort heldur
er hjer á landi eða erlendis. Sömuleiðis á sá, sem eigi
á heimili hjer á landi, en hefur biðlaun, eptirlaun eða
styrk úr landsjóði, að greiða skatt af því, og annast
ráðherrann um, að skattgjaldinu sje haldið eptir af nefnd-
um tekjum.
IV.
Spítalagjald.
Spítalagjald er lagt á sjávarafla og fuglatekju, og
er svo nefnt, af því að það upprunalega rann til spít-
alanna hjer á landi; eptir að læknasjóðurinn var stofn-
aður með kgsúrsk. 12. ágústmán. 1848, auglýstum