Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Qupperneq 18
154
með opnu brjefi 23. s. m., rann það í hann, en slðan
1. júlí 1876 hefur það runnið í landssjóðinn ásamt hin-
um öðrum tekjum læknasjóðsins. Gjald til spítalanna
af sjávarafla var fyrst samþykkt á alþingi fyrir Sunn-
lendingafjórðung og Austfirðingafjórðung 30. júní 1652
og fyrir VestfirðingaQórðung 30. júní 1653, síðan var
það lögboðið um allt land, og einnig lagt á fuglatekju
með tilskipun um spítalana 27. maí 1746 og konungs-
brjefi 26. maí 1824, og er nefnt konungsbrjef enn í
gildi að því er snertir spítalagjald af fuglatekju, en af
sjávarafla er spítalagjald nú greitt eptir fyrirmælum til-
skipunar 12. febrúar 1872.
A.
Spítalagjald af sjávarafla.
1. Gjald þetta á að greiða af alls konar fiski —
hvort heldur er þorskur, þyrsklingur, ísa, heilagfiski,
skata, steinbítur, hrognkelsi, langa, háfur, koli, síld,
upsi eða hverju nafni sem nefnist — sem er verkaður
sem saltfiskur eða harður fiskur, saltaður í tunnur eða
seldur óverkaður, og enn fremur af hákarlslýsi og há-
karlslifur, þegar hún er seld óbrædd, en af hákarlin-
um sjálfum er ekkert gjald greitt, ekki heldur af neinu
öðru lýsi en hákarlslýsi. Gjaldið af fiskinum skal greitt,
hvort heldur hann er ætlaður til neyzlu í landinu sjálfu
eða til útflutnings. Aflinn er samt þvi að eins gjald-
skyldur, að hann sje fenginn á skip, hvort heldur er
á þilskip, opin skip, báta eða byttur; fiskur, sem rek-
ur á land, er því ekki gjaldskyldur, og hið sama virð-
ist vera um fisk, sem dreginn er á land í netum eða
vörpum, sbr. þó lhbr. 26. júlí 18801. Loks á aflinn að
I) Með btjefi þessu er skipað að heimta spítalagjald af síldarveiði og
upsaveiði, og það getur heldur enginn efi verið á, að síld og upsi,
sem fæst á skip eða báta, og er lagður á land á þeim, er gjaldskyld-
ur, en hins vegar virðist það ekki samkvæmt orðum tilsldpunarinnar,