Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Side 19
155
vera fenginn hjer við land og vera lagður hjer á land,
en það kemur ekki til greina, hvort skipið, sem aflinn
fæst á, er innlent eða útlent, nje hvort það er gjört út
hjer á landi eða erlendis, heldur ekki hvort aflinn er
fenginn i landhelgi eða fyrir utan hana, sbr. rhbr. 12.
júli 1878; þannig virðist eiga að greiða spítalagjald af
fiski, sem frakkneskir fiskimenn afla hjer við land, ef
hann er lagður hjer upp, t. a. m. af skipreika, hvort
sem hann er fluttur út aptur eða hann er seldur hjer.
Aptur verður ekki heimtað spítalagjald af fiski eða
hákarlslifur, sem aflast á íslenzk fiskiskip, er gjörð eru
út hjer á landi, ef aflinn er lagður á land erlendis.
2. í hreppunum eiga hreppstjórar og í kaupstöð-
unum bæjarstjórnin að halda nákvæma skrá yfir öll þil-
skip, opin skip og báta, sem höfð eru til fiski- eða há-
karlaveiða í hreppnum eða kaupstaðnum og yfir eigend-
ur þeirra, en ef enginn eigandi einhvers skips eða báts
á heima í hreppnum eða kaupstaðnum, þá skal tilgreina
formanninn, jþvínæst eiga hreppstjórar eða bæjarstjórn-
ir um fyrri hluta janúarmánaðar að heimta af eigend-
um skipanna og bátanna, eða ef enginn eigandi ein-
hvers skips eða báts á heima í hreppnum eða kaup-
staðnum, þá af formanni, skýrslur um afla skipanna
og bátanna undanfarið ár, og eru þeir skyldir að skýra
frá honum upp á æru sfna og trú. Fáist engin skýrsla
frá hlutaðeiganda eða þá svo ónákvæm skýrsla, að ekki
verði eptir henni farið, eiga hreppstjórarnir að leita
allra þeirra skýringa, sem þeir geta fengið um afla-
upphæðina, og ákveða hana síðan eptir því sem næst
verður komizt, en í kaupstÖðunum eiga tveir dómkvadd-
ir og eiðsvarnir óvilhallir menn að ákveða aflaupphæð-
ina. Að því búnu semja hreppstjórar og bæjarstjórnir
að heimta spítalagjald af síld og upsa, sem dreginn er á land í net-
um eða vörpum, sbr, Alþtíð. 1871, II 304.