Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Síða 20
skrár yfir alla þá, sem greiða eiga spitalagjald i um-
dæmum þeirra, og yfir afla þann, sem hver um sig á
að greiða gjald af, og eiga þær skrár að liggja öllum
til sýnis um hálfan mánuð hjá hreppstjórunum og í kaup-
stöðunum á sama stað og niðurjöfnunin til bæjarsjóðs,
og sendast síðan fyrir lok febrúarmánaðar til sýslu-
manns eða bæjarfógeta, sem á að rannsaka þær og
endurskoða, og ef þær þykja tortryggilegar, að hefja
rannsókn og ábyrgð á hendur þeim, sem í hlut eiga.
Að skýra rangt frá afla sínum varðar 20—40 króna
sekt og þar á ofan þreföldu gjaldi við það, sem und-
an var dregið.
3. í raun og veru geldur hver aflaeigandi spítala-
gjald af afla sínum, þeim er gjaldskyldur er, en til þess
að gjöra innheimtuna umsvifaminni er svo fyrir mælt,
að eigandi skips þess eða báts, sem gjaldskyldur afli
hefur fengizt á, skuli greiða af hendi spítalagjaldið af
afla skipsins eða bátsins, ef hann á heima í þeim hrepp
eða kaupstað, þar sem skipið eða báturinn er skrásett-
ur samkvæmt fyrirfarandi grein, en ella formaður. Eigi
fleiri skip eða bát saman, en sjeu eigi allir innanhrepps-
menn, greiða þeir allt gjaldið, sem innanhrepps eru.
Ef formaðurinn á að greiða gjaldið og hann er utan-
sveitarmaður, á hann að hafa greitt hreppstjóra eða
lögreglustjóra það, áður en hann fer burt úr sveitinni,
að viðlagðri 10 til 40 króna sekt. Greiðandi á tilkall
til endurgjalds af öllum þeim, sem hlut taka af skipi
því, að hlutfalli ijettu, og má hann, áður en hlutar-
eigandi fer frá skipi, leggja hald á svo mikið af hlutn-
um, sem nemur spítalagjaldinu af honum.
4. Upphæð gjaldsins er:
a. 1 alin á landsvísu af hverri tunnu hákarlslýsis eða
jafngildi hennar af hákarlslifur.
b. xl2 alin af hveiju tólfræðu hundraði af saltfiski og
af hverri tunnu af söltuðum fiski.