Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Side 21
c. V4 a^n af hverju hundraði af hörðum fiski og af fiski,
sem seldur er óverkaður.
Af því sem ekki nemur V2 hundraði eða V2 tunnu
er ekkert gjald greitt, en af V2 hundraði og V2 tunnu
og þar fram yfir skal goldið sem af fullu hundraði eða
heilli tunnu.
5. Gjaldið skal heimt saman af sýslumönnum og
bæjarfógetum á manntalsþingum ár hvert fyrir undan-
farið almanaksár og greitt í peningum eptir meðalverði
á hvoru um sig, fiski og lýsi, i verðlagsskrá þeirri, sem
varð gild í miðjum maímánuði það ár; en þegar svo
stendur á, að utansveitarformaður á að greiða spítala-
gjaldið af hendi, og hann greiðir það, áður en hin nýja
verðlagsskrá hefur öðlazt gildi, skal gjaldið borgað ept-
ir þeirri verðlagsskrá, sem var í gildi, þegar það var
greitt af hendi.
B.
Spttalagjald af fuglatekju.
Samkvæmt konungsbrjefi 26. maí 1824 ætti að
rjettu lagi að greiða spítalagjald af öllum fuglum, sem
veiðast hjer á landi, þar á meðal t. a. m. af rjúpum,
en hingað til hefur ekki verið heimtað spítalagjald af
öðrum fugli en bjargfugli og lunda. Sá, sem hefur af-
not fuglatekjunnar, á að greiða gjaldið af hendi, og
er upphæð þess 4af 100 af aflanum, eða 25. hver fugl,
sem aflast allt árið. Sýslumenn eiga að heimta gjaldið
saman, en gjaldanda er ekki skylt að greiða það í pen-
ingum, eins og spítalagjaldið af sjávarafla, heldur í
fuglinum sjálfum. þ>að er samt orðin föst venja í flest-
um af sýslum þeim, þar sem fuglatekja er, að spítala-
hluturinn af henni sje greiddur í peningum, 2 til 6 aur-
ar fyrir hvern fugl sem aflast; en í sumum sýslum er
spítalahlutur af fuglatekju aptur seldur fyrir fram fyrir
hvert ár við opinbert uppboð, og heimtir sýslumaður