Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 22
síðan saman uppboðsandvirðið og greiðir það i lands-
sjóð.
V.
Erf'ðafjárskattur.
Skattur þessi er lögboðinn með tilsk. 12. septem-
ber 1792, sbr. kgsúrsk. 19. s. m., og tilsk. 8. febrúar
1810, sbr. opið bijef 18. ágúst 18121.
1. Erfðagjald ber að greiða af öllum arfi, sem
manni tæmist hjer á landi, hvort heldur er arfur að
lögum, arfur eptir arfleiðsluskrá eða dánargjöf. Ef
maður, sem deyr erlendis og á þar heima þegar hann
deyr, lætur eptir sig fjármuni hjer á landi, á ekki að
greiða erfðagjald af þeim fjármunum; en ef erlendur
maður deyr hjer á landi og á hjer heima þegar hann
deyr, á að greiða erfðagjald ekki einasta af þeim fjár-
munum, sem hann lætur eptir sig hjer á landi, heldur
einnig af þeim fjármunum, sem hann lætur eptir sig
erlendis. Ef hjerlendum erfingjum tæmist arfur erlend-
is, og skiptaráðandi þar sendir skiptaráðanda hjer arfinn
til þess að útbýta honum meðal erfingjanna, á ekki að
greiða erfðagjald af þeim arfi. Af gjöfum, sem afsal-
aðar eru í lifandi lífi2, skal ekki greiða erfðagjald, ekki
heldur af þeim arfi, sem erfingi afsalar sjer í hendur
þeim, sem hann stendur til að erfa, hvort sem það er
gjört fyrir endurgjald eða ekki, sbr. tilsk. 25. september
1850, 14. gr.; og hið sama virðist vera um styrk, sem
faðir eða móðir, stjúpi, afi eða amma veitir barni sínu
eða barnabarni með þeim skildaga, að það komi upp
í arf þess, svo framarlega sem það, er barnið þannig
1) Samkvæmt NL. S—2—77 á að greiða gjald (>/a og >/I0) af öllum
arfi, sem fluttur er út úr ríkinu, en gjald það er að mestu afnumið
með samningum við ýms ríki.
2) Ef sá, sem gefur gjöf í lifandi lífi, áskilur sjer að njóta arðsins af
gjöfinni meðan hann lifir, ber að fara með gjöfina sem dánargjöf.