Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Side 23
159
hefur fengið fyrir fram, er svo mikið, að það engan
arf fær; en sje það, sem barnið eða barnabarnið hef-
ur fengið fyrir fram upp í arf, ekki svo mikið, að það
engan arf fái, þá ber að greiða erfðagjald af öllum
arfahluta þess, bæði því, sem það fær á skiptunum, og
því, sem það hefur fengið fyrir fram, sbr. kansbr. 14.
janúar 1832 og tilsk. 25. september 1850, 10.—13. gr.
Erfðagjald greiðist að eins af því fje, sem til arfs kem-
ur, að frádregnum öllum skuldum og kvöðum, sem á
því hvíla; af festargjöf eða morgungjöf ekkju á ekki
að greiða erfðagjald, nje heldur af búshluta þess hjóna,
sem eptir lifir, en aptur ber að greiða erfðagjald af
arfahluta þess, hvort heldur er barnslóð, x/4 arfs, %
arfs eða allur arfur.
2. Upphæð erfðagjaldsins fer eptir skyldugleika
erfingja við arfleifanda. f>að er 1/2 af 100 af öllum
arfi og dánargjöfum, sem hverfa undirmann eða konu
arfleifanda, börn hans eða annað afkvæmi1, föður eða
móður eða systkin, þegar þau eða börn þeirra íþeirra
stað erfa með öðruhvoru foreldranna2, sem og af fjár-
munum, sem gefnir eru til opinberra þarfa. Af öllum
arfi og dánargjöfum, sem hverfa undir aðra en þá,
sem nú voru nefndir, á að greiða í erfðagjald 4x/2 af
100. f>egar skiptaráðandi eða skiptaforstjórar skipta
dánarbúi, skal erfðafje, að svo miklu leyti sem það
ekki er reiðu peningar, metið til gjalds eptir virðing-
1) Hið sama er um ættleiðinga og óskilgetin börn manns, sem arf-
leidd eru.
2) f>egar erfðagjaldið var lögboðið, voru systkin ekki arfgeng, ef faðir
var á lífi, því þá erfði faðir einn, og því talar tilsk. 12. september
1792 að eins um, er systkin erfa með móður; á þessu var sú breyt-
ing gjörð með tilsk. 25. september 1850, 4. gr., að systkin skyldu
erfa með föður, ef móðir er dáin, en með þeirri ákvörðun var ekki
gjörð nein breyting á erfðagjaldinu, sbr. kansbr. 2. marz 1847 og
umburðarbrjef fjárhagsstjórnarinnar 25. ágúst 1849 e fyrir Dan-
mörku.