Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Side 24
I6ó
argjörðum þeim og uppboðsgjörðum, sem skiptin
grundvallast á; ríkisskuldabrjef, hlutabrjef og önnur
ígildisskjöl, sem hafa gangverð innanríkis, skulu metin
eptir gangverði þeirra, en óvissar skuldir eptir því
sem næst verður komizt um, hvað fást mundi fyrir
þær, eða eptir því sem erfingjar vilja taka þær fyrir,
sbr. skiptalög 12. apríl 1878, 28. gr. En þegar erf-
ingjar skipta sjálfir með sjer, eða erfingi tekur arf án
skipta, þá eiga erfingjar að gefa skýrslu um upphæð
arfsins upp á æru sína og trú, eins og þeir vita sann-
ast og rjettast, og þannig, að þeir sjeu reiðubúnir að
staðfesta þá skýrslu sína með eiði fyrir dómi, ef kraf-
izt verður. þ>essa skýrslu eiga erfingjar að fá skipta-
ráðanda í hendur, og greiða gjaldið eptir henni.
3. Gjaldið kemur í gjalddaga við lát arfleifanda1.
ý»ó á ekki, ef það hjóna, sem lengur lifir, situr i ó-
skiptu búi eptir hitt, að greiða erfðagjaldið af bús-
hluta hins framliðna fyr en skipti framfara, hvort held-
ur það verður í lifandi lífi þess, er eptir lifir, eða ekki
fyr en að því látnu. þegar skiptaráðandi eða skipta-
forstjórar skipta búi, ber að greiða gjaldið úr búinu
áður en skiptum er lokið, og er greiðsla gjaldsins á
ábyrgð þeirra; sömuleiðis eiga erfingjar, sem sjálfir
skipta með sjer, að greiða gjaldið af hendi áður en
skiptum er lokið, og eru einn sem allir og allir sem
einn í ábyrgð fyrir því; en ef erfingi tekur arf án
skipta, á hann að hafa greitt gjaldið af hendi, áður en
ár og 6 vikur eru liðnar frá láti arfleifanda, eða hafi
hann gefið út innköllun til skuldheimtumanna, þá áð-
1) f>araf leiðir, að ef erfingi, sem eptir skyldugleika sínum við arf-
leifanda ætti að greiða 4*/2 af 100 af arfahluta sínum eptir hann,
afsalar sjer erfðarjetti sínum eptir lát arfleifanda, þá ber að greiða
4*/* af 100 arfahluta þeim, sem honum bar, þó hann þá hverfi
undir nánari erfingja, t. a. m. konu arfleifanda, sbr. rkbr. 3. ágúst
1844.