Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Side 29
d. Af öllum öðrum vínföngum og áfengum drykkj-
um, þar á meðal t. a. m. miði og „champagne-cider“
sbr. rhbr. 21. febrúar 1878 og lhbr. 29. október 1880,
skal greiða 45 aura af hveijum potti, ef þau eru flutt
á ílátum, sem taka meira en pott; en sjeu þau flutt
á ílátum, sem taka pott eða minna, skal greiða sama
gjald af hverjum 3 pelum, sem af pottií stærri ílátum.
Lögreglustjórar heimta gjaldið saman, ogfá fyrir
það tvo af hundraði af tollgjaldinu. Tollgjaldið skal
greitt annaðhvort í peningum út í hönd eða með ávísun,
sem borgist við framvísun og hljóði upp á áreiðanlegt
verzlunarhús í Kaupmannahöfn, sem gjaldheimtumað-
ur tekur gilt.
2. þegar áfengir drykkir eru fluttir hingað til lands .
í seglskipum, sem koma hingað í verzlunarerindum, ber
að greiða aðflutningsgjald af öllum þeim tollskyldum
drykkjum, sem skipið hefur meðferðis, á fyrstu höfn,
sem skipið kemur inn á hjer á landi og hefur sam-
göngur við landsmenn, hvort sem vörur þær, sem gjald
á af að greiða, eiga að fara þar í land eða ekki; eigi
að afferma skipið þar á staðnum, má ekki byrja að
afferma það, fyr en tollgjaldið er greitt, en eigi ekki
að afferma, verður skipsskjölunum ekki skilað aptur,
fyr en gjaldið er greitt. Aðflutningsgjaldið skal heimt-
að eptir vöruskrá þeirri eða tollskrá, sem skipið á
að hafa meðferðis, svo er og skipstjórnarmaður skyld-
ur að gefa vottorð upp á æru sína og trú um, að ekki
sjeu aðrar eða meiri tollskyldar vörur í skipinu, en þær
sem tilgreindar eru á tollskránni eða vöruskránni; enn
fremur er hver sá, sem tekur við tollskyldum vörum,
skyldur að gefa lögreglustjóra upp á æru sína og trú
þær skýrslur, sem lögreglustjóra þykir þurfa, og loks
á lögreglustjóri, ef vöruskrá eða tollskrá er ógreinileg
eða skýrsla tortryggileg, að rannsaka farminn og hafa
eptirlit með afferming skipsins. Kostnað þann, sem af