Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Qupperneq 30
því leiðir, greiðir skipstjórnarmaður, og ef á þarf að
halda eigandi farmsins eða umboðsmaður hans, efskýrsla
reynist ónákvæm, ella skal greiða hann úr landssjóði.
Ef áfengir drykkir aptur á móti eru fluttir hjer
til lands á gufuskipum, eða á seglskipum sem ekki
koma hingað í verzlunarerindum, svo sem herskipum,
skemmtiskútum eða fiskiskipum, á að greiða aðflutnings-
gjaldið af þeim, þar sem þeir eru fluttir í land. Áður
en hinar tollskyldu vörur eru fluttar í land, á skip-
stjórnarmaður eða afgreiðslumaður skipsins. ef það hefur
afgreiðslumann þar á staðnum, að senda lögreglustjóra
farmskjöl þau og tilvísunarbrjef, sem snerta vörur
þessar, sem og vöruskrá eða tollskrá skipsins. þegar
það á að hafa slíka skrá, og sjá um, að gjaldið verði
borgað, áður en vörurnar eru af hentar viðtakanda. En
hafi vörurnar verið afhentar viðtakanda, án þess að
hann hafi verið búinn að fá kvittun fyrir greiðslu gjalds-
ins, skal hann skýra lögreglustjóra frá því og greiða
gjaldið, áður en 3 dagar eru liðnir frá því að hann tók
við vörunum.
Verði sú raun á, að nokkuð af vínföngum þeim,
sem talin eru á tollskrá eða vöruskrá, hafi skemmzt,
lekið niður eða með einhverju móti farið forgörðum
á leiðinni hingað, skal ekkert gjald greiða af því, sem
farizt hefur, ef eigandi eða umboðsmaður hans sannar
með vottorði lögreglustjóra, að tollskráin eða vöruskrá-
in telji meira en í land er flutt; hið sama er og, ef
viðtakandi sannar fyrir lögreglustjóra, að eitthvað sje
rangt tilgreint í tollskrá eða vöruskrá.
Um sektir fyrir brot gegn fyrirmælum tolllaganna
skal skírskotað til tilsk. 26. febrúar 1872, 5.—9. gr.
Tollskyldar vörur eru í veði fyrir því, að tollur og
sektir sjeu borgaðar1, og getur lögreglustjóri kyrrsett
I) par sem segir í lhbr. 8. apríl 1876, að tollur af vínföngum, sem
bjargað er af skipstrandi, skuli greiddur af aðalandvirði allra þeirra