Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Side 31
167
þær, og, ef á þarf að halda, selt þær til lúkningar
tolli og áföllnum sektum.
3. Undanþegnir aðflutningsgjaldi eru þeir áfengir
drykkir, sem skip hefur meðferðis handa skipverjum
sjálfum, og á skipstjórnarmaður að gefa vottorð upp á
æru sína og trú um það, hve mikið sje ætlað til þessa.
Sömuleiðis er svo fyrir mælt með ráðherraúrskurði
27. maí 1875, sjá lhbr. 8. júní s. á., að af vínföngum,
sem ætluð eru handa herskipum hjer við land, skuli
ekki heimta aðflutningsgjald, þó þau sjeu flutt hingað
til lands á öðrum skipum og lögð hjer á land til
bráðabirgða, ef hlutaðeigandi herskipsstjóri og sá,
sem við vörunum tekur, lýsa því brjeflega yfir, að
þær sjeu eingöngu ætlaðar herskipum. Hvort þessi
ráðherraúrskurður hafi næga stoð í tilsk. 26. febrúar
1872, er mjög vafasamt.
B.
• Aðfiutningsgjald af lóbaki.
Með lögum 11. febrúar 1876 um aðflutningsgjald
af tóbaki, sbr. auglýsing 16. s. m., er svo fyrir mælt,
að af hverju pundi af tóbaki, hvort heldur er reyktó-
bak — þar með taldir pappírsvindlar, sbr. rhbr. 15.
ágúst 1878—, munntóbak (rulla) eða neftóbak (rjól),
skuli greiða í aðflutningsgjald 10 aura, en af hverjum
100 vindlum 25 aura. Lögreglustjórar heimta gjaldið
saman, og fá 2 af 100 í innheimtulaun.
Tollurinn skal greiddur, þar sem tóbakið er flutt
í land, og skal heimta hann eptir vöruskrám þeim
eða tollskrám, sem verzlunarskip eiga að hafa með-
ferðis; sömuleiðis er hver sá, sem fær tóbak frá út-
fjármuna, sem bjargað hefur verið, þá virðist hjer farið lengra en lög-
in leyfa; tilkall landssjóðsins til tolls getur ekki náð lengra en til
andvirðis hinna tollskyldu vara; hrökkvi það ekki fyrir tollinum, verð-
ur landssjóðurinn að missa þess í, sem á vantar.