Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Síða 32
löndum, skyldur til, jafnskjótt og hann hefur tekið við
því, að skýra lögreglustjóra frá upp á æru sína og
samvizku, hve mikið tóbak hann hafi fengið og hvers
konar, og jafnframt greiða innflutningsgjaldið. Hver,
sem verður uppvís að því, að hafa leynt sannleikanum
i þessu efni, verður sekur um 200 til 2000 kr., og fær
uppljóstarmaður allt að helmingi sektarinnar.
c.
Aðflutningsgjald af skipum.
Samkvæmt tilsk. 1. maí 1838, 48.—50. gr., ber
að greiða aðflutningsgjald af öllum skipum, sem þegn-
ar Danakonungs hjer á landi eignast annarstaðar að
en frá löndum Danakonungs, og má ekki skrásetja
skipið hjer á landi, fyr en aðflutningsgjaldið er borg-
að, sbr. lög um skrásetning skipa 25. júní 1869. 9. gr.
Aðflutningsgjaldið er:
1. Af eikarskipum :
a, ef skipið er minna en 10 danskar kaupfarslestir,
40 kr. af hverri lest (kaupfarslest = 2 tons);
b, ef það er 10 danskar kaupfarslestir eða meira,
20 kr. af hverri lest.
Sem eikarskip skulu talin ekki að eins þau skip,
þar sem bæði innviðir og súð innanborðs og utan
er úr eik eða tíktrje, heldur einnig þau skip, þar
sem innviðir eru úr eik eða tíktrje, en súðin utan-
borðs og innan er sumpart úr eik og tíktrje, sum-
part úr öðrum við.
2. Af furuskipum :
a, ef skipið er minna en 10 danskar kaupfarslestir,
28 kr. af hverri lest;
b, ef það er 10 lestir eða meira allt að 50 lestum,
14 kr. af hverri lest;
c, ef það er 50 lestir eða meira, greiðist í aðflutn-
ingsgjald 2 af 100 hverju í kaupverði þess eða