Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Qupperneq 33
virðingurverði, og ber eiganda að sýna kaupbrjef
sitt eða annað heimildarskjal fyrir skipinu, ogsje
kaupverðsins ekki getið í heimildarskjalinu, þá
að koma fram lögmæta virðingargjörð á skipinu.
Sem furuskip skulu talin öll skip, sem smíðuð eru
úr furu eða öðrum viðartegundum á annan hátt en
segir hjer á undan um eikarskip.
3. Af strönduðum skipum, sem seld eru á opinberu
uppboðsþingi, er aðflutningsgjaldið 12 ‘/2 af 100
hverju í uppboðsverðinu, ef þau eru minni en 10
danskar kaupfarslestir, en 674 af ioohverju, efþau
eru 10 lestir eða meira. Sje strandað skip keypt
á annan hátt en á uppboðsþingi, greiðist aðflutn-
ingsgjald af því, eins og segir í 1. og 2. tölulið.
4. Undanþegin aðflutningsgjaldi eru:
a, skip, sem eru 16 kaupfarslestir eða minna, og
eru ætluð til fiskiveiða eða vöruflutninga innan-
lands;
b, skip, sem eru ætluð til sel- eða hvalveiða.
Sjeu slik skip seinna notuð til annars, en nú var
sagt, ber að greiða af þeim fullt aðflutningsgjald.
VIII.
Yitagjald.
Sg.mkvæmt lögum 10. október 1879 á hvert það
skip að greiða vitagjald, sem fer fram hjá vitanum á
Reykjanesi, og leggst í höfn einhverstaðar hjer á landi,
að undanteknum herskipum og skemmtiskútum, og
innlendum fiskiskipum þegar þau eru á fiskiveiða-
ferðum. Gjaldið er 10 aurar af hverjum tonn af rúm-
máli skipsins, ef það hafnar sig í Faxaflóa milli Reykja-
ness og Öndverðarness, en 15 aurar af hverjum tonn,
ef það hafnar sig annarstaðar á landinu, og er gjaldið
hið sama, hvort sem það fer fram hjá vítanum að eins
aðra leiðina, eða bæði fram og aptur. Gjaldið skal greitt