Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 34
170
á þeirri höfn, sem skipið fyrst kemur á, eptir að það
hefur siglt fram hjá vitanum.
Skyldan til að greiða vitagjald er hin sama, hvort
sem skip fer fram hjá vitanum á leið sinni milli ís-
lands og útlanda, eða á leið sinni hafna á milli á ís-
landi; er það bæði samkvæmt orðum laganna og sjest
á því, að innlendum fiskiskipum, sem eru á fiskiveiða-
ferðum, er veitt undanþága frá að greiða vitagjald;
því ef aðeins þau skip væru gjaldskyld, sem fara fram
hjá vitanum á leið sinni milli íslands og útlanda, þá
væru innlend fiskiskip, sem fara fram hjá vitanum á
fiskiveiðaferðum sínum hjer við land, að sjálfsögðu
undanþegin gjaldinu, og þá hefði engin ástæða verið
til að taka það fram í lögunum; en það er einmitt
auðsjeð, að lögin hafa viljað hlynna sjerstaklega að
innlendum fiskiskipum með þvi að veita þeim undan-
þágu frá að greiða gjaldið þar, sem önnur skip eiga
að greiða það; sbr. orðin: „/<?' skulu öll íslenzk fiski-
skip vera undanþegin gjaldi þessu, þegar þau eru á
fiskiveiðaferðum“. í brjefi 28. júlí 1880, Stjtíð. 1880 B
127. bls., hefur landshöfðinginn látið í ljósi annanskiln-
ing á lögunum.
Gjaldið verður því að eins heimtað, að skipið hafi
farið fram hjá vitanum á Reykjanesi, þ. e. farið fyrir
sunnan land yfir hádegisbaug vitans, en að öðru leyti
kemur ekki til greina, hvort skipið hefur farið nærri
eða fjærri landi. í annan stað verður skipið að hafa
komið inn á höfn hjer á landi, eptir að það fór fram
hjá vitanum, sem er ljóst afþví, að gjaldið skal greitt
á þeirri höfn, sem skipið kemur fyrst á, eptir að það
fór fram hjá vitanum; þess vegna verður ekki heimt-
að vitagjald af skipi, sem kemur norðan um land, þó
það fari aptur til útlanda sunnan um land, ef það ekki
kemur inn á höfn hjer á landi, eptir að það fór fram