Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Síða 37
*73
A.
Konungleg leyflsbrjef, sem amtmenn gefa út.
Sbr. tilsk. 23. maí 1800 III, tilsk. 21. desember 1831 I,
kgsúrsk. 12. september 1864.
1. Vígslubrjef. Með þeim er hjónaefnum veitt
undanþága frá lýsingum, leyfi til að láta hjónavígsluna
fara fram í heimahúsum, og leyfi til að láta annan
prest gefa sig í hjónaband en þann, sem það bar undir
að lögum.
Borgunin er 33 kr. 66 a.
2. Lögaldursleyfi, eða leyfi fyrir karlmenn, sem
hafa að minnsta kosti tvo um tvítugt, til að vera að
fullu og öllu fjár síns ráðandi, þ>essi leyfisbrjef eru
því að eins veitt, að það sje sannað með áreiðanleg-
um vottorðum, að sá, sem um leyfið sækir, hafi náð
þeim þroska og festu, að ekki sje hætt við, að hann
vanbrúki leyfið, og koma í því efni sjerstaklega til
greina vottorð hlutaðeigandi yfirvalds og prests, sem
og tilsjónarmanns, ef beiðandi hefur tilsjónarmann;
sömuleiðis verður beiðandi að leiða rök að því, að
honum einhverra sjerstakra atyika vegna sje mjög
áríðandi að verða þá þegar fjár síns ráðandi. Ef
beiðandi er yngri en tuttugu og tveggja ára, verður
að sækja um lögaldursleyfi til ráðherrans, en það er
mjög sjaldan veitt þeim, sem eru yngri en tuttugu og
eins árs.
Borgunin er 33 kr. 66 a., en ef eigur beiðanda
ekki nema 200 kr., má búast við uppgjöf á gjaldinu.
3. Verndarbrjef fyrir þá menn, sem hafa fengið
skiptaráðanda í hendur bú sitt sem gjaldþrota, að skuld-
heimtumenn þeirra megi ekki setja þá í varðhald fyr
en liðnar eru 6 vikur frá þvi, að innköllunarfresturinn
í búi þeirra er útrunninn.
Borgunin er 33 kr. 66 a.