Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Page 38
>74
4- Hjónaskilnaðarleyfix. Amtmenn mega gefa
út leyfisbijef til algjörðs hjónaskilnaðar, svo framar-
lega sem
a, hjónin hafa verið skilin að borg og sæng að minnsta
kosti í 3 ár;
b, hvorttveggja hjónanna æskir skilnaðar; og
c, bæði prestleg og veraldleg sáttaumleitun hefur verið
reynd að nýju.
í leyfisbijefinu má einnig veita hjónunum leyfi til
að giptast aptur, ef þau fara þess á leit og sanna með
vottorði sóknarprests síns eða tveggja áreiðanlegra
manna, að þau hafi hegðað sjer siðsamlega um skiln-
aðartimann. Að öðrum kosti þurfa þau, hvort um sig,
að fá sjerstaklegt leyfisbrjef til þess að mega giptast
aptur, og kostar það sama og hjónaskilnaðarleyfi.
Borgunin er 33 kr. 66 a.
5. Leyfisbrjef til að vera skiptaforstjóri án dóms-
valds1 2. Amtmaður veitir leyfið, þegar skiptaforstjórarnir
eru tilnefndir í löglegri arfleiðsluskrá, enda sje því að
öðru leyti ekkert til fyrirstöðu, og menn þeir, sem til-
nefndir hafa verið, áreiðanlegir og fullveðja, sbr. Iögi2.
apríl 1878, 91. gr.
Borgunin er 33 kr. 66 a.
6. Leyfisbrjef til að fá ógildingardóm á veðskulda-
brjefi eða eignardóm fyrir fasteign. Til þess að veitt
verði leyfisbrjef til að fá ógildingardóm á horfnu veð-
skuldabrjefi útheimtist, að sýntsje fram á, að skuldabrjefið
sje glatað, og að enginn sviksamlegur tilgangur sje
samfara beiðninni um að fá það dæmt ógilt. Sá, sem
vill fá eignardóm fyrir fasteign, verður að geta sann-
að lögmæta heimild sína til hennar.
1) Sbr. B 3 hjer á eptir.
2) Sbr. B 5 hjer á eptir.